Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 29

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 29
R É T T U R 93 önsku Ameríku, manna eins og Martí og Bolivar.*) Ummæli Albiss Camposs, að „föðurlandið krefjist hreysti og fórna“, eru af sama toga spunnin og kjörorð Fidels Castros: „ættjörðin eða dauðinn“. Þegar í bernsku varð Albis Campos vitni að dýrslegri grimmd Bandaríkjamanna, er þeir 1898 gengu á gefin heit, lögðu undir sig Puerto Rico og gerðu að nýlendu sinni. A námsárum sínum í Banda- ríkjunum varð hann að þola alls kyns smán og spott af hendi banda- rískra kynþáttahatara. Hann átti það aðeins einstæðu vinnuþreki og gáfum að þakka, að hann gat lokið háskólanámi. Að loknu námi hélt Campos aftur til heimkynna sinna, en hann valdi ekki auðsótta framfarabraut velmetins lögfræðings, heldur hinn þyrnum stráða veg baráttumannsins fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðar sinnar. Til þess að komast í nánara samband við alþýðuna flutti hann í fátækrahverfi og opnaði málflutningsskrifstofu, sem einungis veitti fátækum og kúguðum aðstoð. Þessu næst gerðist Albis Campos meðlimur í Einingarflokknum (Unión de Puerto Rico), en hann hafði á stefnuskrá sinni að berj- ast til þjóðfrelsis. En er hann fór að umgangast leiðtoga þessa flokks, sannfærðist hann um það, að nýlendukúgunin fælist að baki fagur- yrða stefnuskrárinnar, og gekk hann þegar í stað úr flokknum. Seinna gekk hann í Þjóðernissinnaflokkinn (Partido Nacionalista), sem hafði verið stofnaður árið 1922 til þess að vinna landinu sjálf- stæði. A árunum 1926 til 1929 fór Albis Campos í ferðalag á' vegum Þjóðernissinnaflokksins um ýmis lönd rómönsku Ameríku, svo sem Haiti, Kúhu, Mexíkó og Venesúelu. Hann fordæmdi dvöl bandarísks herliðs í löndum Vesturálfu og henti á byltingarafl einingar og sam- hygðar. Við heimkomu hans til Puerto Ricos hófst þungbær efnahags- kreppa, sem lagðist fyrst og fremst á herðar vinnandi fólks í land- inu. Við þessar aðstæður ákvað Þjóðernissinnaflokkurinn að bjóða *) José Martí, 1853—1895, kúbanskur stjórnmálamaður og rithöfundur, and- lcgur leiðtogi sjálfstæðishreyfingar Kúbumanna og er nú þjúðhetja þeirra. — Simon Bolivar, 1783—1830, Suður-ameríkumaður af spænskum aðalsættum; leiðtogi byltinganna á meginlandi Suður-Ameríku á fyrstu áratugum 19. aldar, er leiddu til hruns spænska nýlenduveldisins en sjálfstæðis landa eins og Vene- súclu, Kólombíu, Ekvadors og Bólivíu, sem við hann er kennd. Minningu Boli- vars er haldið á lofti í allri rómönsku Ameríku.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.