Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 12

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 12
76 K É T T U R Malthus var dyggur þjónn nýlendukúgaranna.Nafn hans hefur tengzt kenningu, sem hefur reynzt mörgum stjórnendum heimsins nytsam- leg og er eins gömul og óréttlæti í þjóðfélaginu. Malthus fékk góða umbun fyrir verk sín, honum var veitt prófessorsstaða við háskóla Indverska verzlunarfélagsins. Það er nú orðinn siður að segja að nýlendustefnan sé í dauða- teygjunum, en ég held, að nákvæmara sé að segja, að hún þjáist aðeins af alvarlegum sjúkdómi. Sú staðreynd að fjörutíu lönd hafa öðlast sjólfstæði á stjórnmálasviðinu, þýðir ekki að nýlendukúgun sé að heyja sitt dauðastríð. Suður-Ameríka hefur notið stjórnmála- legs sjálfstæðis í meira en heila öld, en efnahagslega eru ríkin þar ennþá nýlendur. En til allrar hamingju lifum við nú á tímum, þegar framfarir eru allar mjög örar, og ég vona að í Afríku verði nýlendu- stefnan í ennþá skemmri tíma en hún hefur verið í Suður-Ameríku. Indland og fleiri nýlendur. Nýlendukúgararnir kunna vel skil á aðferðunum, sem orsaka hungursneyð. Við skulum taka Indland sem dæmi. Þegar Bretar komu fyrst til Indlands var „miðöld“ landsins að ljúka. Meðan ó miðöldum Evrópu stóð var hungursneyð einnig alltíð þar, vegna þess að efnahagskerfið var vanalega sniðið í stakk staðbundinnar einokunar, og allar samgöngur voru mjög slæmar. Þegar Indland var að koma af miðaldastigi sínu á átjándu öld var handiðnaður landsins þegar háþróaður og dró til sín fjölda manns úr landbún- aðarhéruðunum. Atvinnuleysi var þá óþekkt fyrirbæri í sveitaþorp- unum. Grupdvöllur nútíma-efnahagskerfis var að skapast, þar sem ekki fleiri unnu við landbúnað en nauðsynlegt var. En þá komu Bretar og allt fór á ringulreið. Þeir eyðilögðu handiðnaðinn, kæfðu vélaiðnaðinn í fæðingu og neyddu Indverjana til að snúa aftur til sveitaþorpanna, sem allt of margt fólk byggði nú í hlutfalli við tæknimöguleika þorpanna og fjármagn. Og eins og ávallt átti sér stað með allar nýlendur var landbúnaður Indlands nú miðaður við þarfir nýlenduveldisins. Framleiðsla landbúnaðarins byggist nú á útflutningsvörum, — ekki á þeim vörum, sem landsmenn þörfnuðust, því að útflutnings- vörurnar einar gáfu nýlenduherrunum gróða. Þannig varð fram- leiðsla þessara „nýlenduvara" aðalstarf íbúa heitu landanna, og orsökin fyrir kúgun þeirra og þrælkun. Nýlenduþjóðirnar voru

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.