Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 40

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 40
104 R É T T U R \ meira frjálsræði, efnahagslega, stjórmálalega og til almenns áróð- urs en nokkur önnur stétt hafði. Verkalýðsstéttin efldist einnig mjög að áhrifum og verður ríkisstjórnin að taka tillit til þess. í fyrstunni, meðan líf lýðveldisins hékk á þræði, vegna ógnana heimsvaldasinna og innlends afturhalds, varð Kassem-stjórnin að styðjast við fólkið. Hin gömlu yfirdrottnunarríki voru full fjand- skapar og ógnuðu ásamt bandamönnum sínum í CENTO-bandalag- inu með vopnaðri innrás. Við þessar aðstæður veitti Kommúnista- flokkurinn og öll framsækin öfl stjórninni fullan stuðning og hún ástundaði aftur ú móti góða samvinnu við framfaraöflin. Vegna stuðnings hinna sósíalistísku ríkja, einkum Sovétríkjanna, tókst írönsku þjóðinni að afstýra innrás. Innlenda afturhaldið var gersigrað. A fyrsta ári lýðveldisins vann alþýða landsins marga sigra. Sett voru lög um endurbætur í landbúnaði og hafin fram- kvæmd þeirra. Verkalýðurinn, einkum í þjónustu erlendu olíufélag- anna, bætti hag sinn og aðstöðu. Réttur til myndunar verkalýðs- félaga var viðurkenndur og launin hækkuð. Þjóðin fékk ýms póli- tísk réttindi: rétt til að halda fundi og fara hópgöngur, stofna póli- tíska flokka og halda uppi stjórnmálastarfsemi, gefa út blöð o. s. frv. Afturhaldssömustu emhættismenn gömlu stjórnarinnar voru látnir víkja úr stöðum sínum. Stórjarðeigendurnir voru sviptir sumum af forréttindum sínum og áhrifum á stjórn landsins. Stjórnmála- og viðskiptatengsl voru tekin upp við sósíalistísku ríkin. Þessir ávinningar voru ávöxtur af baráttu fjöldans, þegar hin þjóðlegu öfl voru sameinuð og fólkið naut lýðréttinda og frelsis. En samt sem áður, byltingin kom ekki til leiðar neinum varanlegum breyt- ingum á skipulagi félagsmála né framleiðslu, þótt hún bætti veru- Iega aðstöðu innlends fjármagns og kæmi á endurbótum í landbún- aði, á kostnað erlends fjármagns og miðaldalegs arðránsskipulags í sveitunum. Stefnubreyting. Eftir fyrsta árið fóru viðhorfin að breytast. Ríkisstjórnin tók upp nýja stefnu, sem tefldi sjálfstæði landsins í hættu. Borgarastéttin óttaðist vöxt og áhrif hinna framsæknu afla og erlendu heimsvalda- sinnarnir réru undir og áttu meginþáttinn í stefnubreytingunni. Borgarastéttin fór að leggja áherzlu á andstæðurnar milli henn- ar og hinna byltingarsinnuðu stétta, en ágreiningur hennar við heimvaldasinna hvarf í skuggann. Ríkisstjórnin fór nú að beita sér

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.