Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 9

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 9
R É T T U R 73 Þegar vér leggjum ástfólgna vini vora í fjötra setjum vér vanalega aS skilyrði að þeir hafi sjálfir grátbænt oss um þá oss sýnist að sá einn háttur sé oss sæmandi og þeim samboðinn. Vér þurfum ekki að beita afli voru vér sýnum ekki hnefann (nema í ýtrustu undantekningum og á þeim stöðum þar sem hnefaafl vort helgast af sögulegum rétti): þér skuluð koma skríðandi þér skuluð koma grátandi og biðja oss að varðveita yður fyrir sjálfum yður. Slíkur er töfrakraftur vors einfalda boðorðs aldrei hafði fyrirrennurum vorum lærzt jafn-vel og oss að hálsinn sem sjálfkrafa laut undir okið var tryggilegast beygður. Já vér trúum á guð spillingarinnar — en á illum stundum nagar laumuleg hjátrú taugar vorar og óútreiknanlegir misreiknngar læðast að söguminni voru. Þetta eitt gengur fram af skilningi vorum: vér trúum guði spillingarinnar vér sáum hann ríkja almáttugan í sama vetfangi og þeir risu upp og þeir risu upp. . ■' ' , Þetta eitt. gengur fram af djúpsæi voru: hvar höf.ðu þeir leynzt fyrir guði vorum þeir sem risu upp?“

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.