Réttur


Réttur - 01.03.1962, Qupperneq 30

Réttur - 01.03.1962, Qupperneq 30
94 R É T T U R fram í kosningunum 1932, enda þótt Albis Campos sjálfur, sem þá var orðinn foringi flokksins, beitti sér gegn þátttöku í kosningum undir nýlendukúgun. Þjóðernissinnaflokkurinn gekk til kosning- anna alveg reynslulaus með mjög knöpp fjárráð og án þess að hafa víðtæka stefnuskrá um þjóðfélagsumbætur. Samt sem áður vann flokkurinn mikinn siðferðilegan sigur. Kosningabaráttan varð sterkt áróðurstæki, efldi áhrif flokksins meðal almennings, jók álitið á flokksforingjunum og breikkaði og treysti samtökin. Frá 1933 til 1936 var Albis Campos í fylkingarbrjósti alþýðunnar í Puerto Rico í aðgerðum gegn bandarískum auðfélögum og lög- reglusveitum þeirra. Undir forustu Albiss Camposs var myndað Al- þýðusamband Puerto Ricos ÍFederación Nacional de Trabajadores de Puerto Rico). Meirihluti sveitarstjórna studdi þá tillögu Albiss Camposs, að kvatt yrði saman stjórnlagaþing í landinu til þess að ræða sjálfstæðismálin. Randarískir nýlenduherrar rákust nú í fyrsta skipti á alvarlegan andstöðuarm, er var byltingarsinnaður í baráttu sinni (ekki var boð- ið fram í kosningum, heldur stofnaður „frelsisher“ agaðra og þjálf- aðra en að vísu óvopnaðra sveita æskumanna) undir forustu lieiðar- legs, kostum búins manns, sem naut hylli fólksins. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar einsettu sér að ganga milli bols og höfuðs á hreyíingu þjóðernissinna. Fyrst reyndu þeir að múta Al- bis Campos. Francis Riggs lögregluforingi bauð honum 50.000 doll- ara „að gjöf til hreyfingarinnar“. Er Albis Campos hafnaði þessu svívirðilega tilboði, ákváðu Kanar að neyta allra sinna pólitísku, hernaðarlegu, efnahagslegu og áróðurslegu yfirburða í opinskárri herferð, þar sem beitt væri grimmilegum refsingum, fangelsunum, pyndingum og fjöldaaftökum. Albis Campos vissi, hvað beið hans. En hann sá aðeins þá leið að berjast og svara árás með gagnárás. 1 október 1935 skipulögðu Kanar, sem sóttust eftir lífi Albiss Cam- poss og annarra foringja Þjóðernissinnaflokksins, fjöldamorðin i Rio Piedras, þar sem lögreglan hóf skothríð án minnsta Lilefnis og murkaði lífið úr mörgum meðlimum Þjóðernissinnaflokksins. 21. marz 1937 fóru óvopnaðir þjóðernissinnar að fengnu leyfi lögreglustjórans í kröfugöngu í borginni Ponce, en lögreglan, sem hafði áður komið sér fyrir á fjórum þýðingarmiklum stöðum, skaut á kröfugönguna, drap tuttugu en særði tvö hundruð. Meðal fórnar- lambanna voru konur og börn. Yfir þúsund manns fengu að gista

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.