Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 34

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 34
HENRY WINSTON: Ofsóknir ameríska auðvaldsins gegn Kommúnistaflokki Bandaríkjanna [Ameríska auðvaldið hefur löngum verið hatramt í ofsóknum sínum gegn verkalýðshreyfingu og sósíalisma. Löngum hefur dómsmorðum og fangelsunum verið beitt þar óspart til þess að reyna að hrjóta verklýðshreyfinguna á hak aft- ur. Dómsmorðin í Cliicago 1885, dómurinn illræmdi yfir Eugene Debs, — sem Stephan G. orti fegurst um, (shr. Rétt 1955, bls. 63) — dómsmorðin yfir Sacco og Vanzetti og aftaka þeirra 1927, — blóðferill amerísks auðvalds er orðinn langur og ljótur, bæði heima fyrir og crlendis. Nú einheitir ameríska auðvaldið heima fyrir ofsóknum sínum gegn Kommún- istaflokki Bandaríkjanna, jafnhliða því, sem það talar af ekta engilsaxneskri hræsni um lýðræði, frelsi og mannrétlindi yfir öðrum þjóðum og þykist vera verndari þeirra réttinda í heiminum. Henry Winston, varaformaður miðstjórnar Kommúnistaflokks Bandaríkj- anna, er einn þeirra, sem fangelsaður var og ofsóttur af ameríska auðvaldinu og missti sjónina í dvöl sinni í dýflissu þess. Hann reit í des. sl. stutta greinargerð fyrir ofsóknunum gegn Kommúnistaflokknum eftir stríð í tímaritið World Marxist Review í bréfi til ritstjórnarinnar, þar sem hann m. a. þakkar öllum þeim, sem átt hefðu þátt í því að frelsa liann úr ríkisfangelsinu í Bandarikjun- um — og þannig jafnframt hjálpað til í baráttunni fyrir lýðræðisréttindum í Bandaríkjunum. Fer greinargerð hans hér á eftir í þýðingu. En þótt þrengt sé nú kosti þeirra hugumstóru karla og kvenna, er berjast fyrir sósíalismanum í Bandaríkjunum, þá er þó auðvald Bandaríkjanna feigt, en sigur alþýðunnar þar vís. Það er nú sem forðum, er Stephan G. kvað til Eug- ene Debs, þá fangelsismúrarnir umluktu hann sjötugan, 1918: „Ef að virðist tvísýnt tíða tafl: livort lömbin sigri refinn, öll er myrkvast efa og kvíða Amerika — Debs skal kveða J

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.