Réttur


Réttur - 01.03.1962, Síða 44

Réttur - 01.03.1962, Síða 44
108 R É T T U R mælahreyfing fjöldans kom í veg fyrir það og neyddi stjórnina til að sýna nokkra staðfestu gagnvart kröfum olíuhringanna. Kröfur Kommúnistaflokksins í þessum málum voru eftirfarandi: 1. Hluli Iraks í olíugróðanum verði aukinn (hann á nú að heita 50%, en er í rauninni minni). 2. írak eignist a. m. k. 20% af föstu fjármagni olíufélaganna (Irak á nú ekkert af því). 3. Felld verði úr gildi réttindi olíufélaganna til svæða, sem nú eru ekki nýtt af þeim, en það eru stór landssvæði. 4. Olíufélögin verði háð írakskri lögsögu. Flokkurinn varaði við að setja fram varakröfur. Þessi stefna átti víðtæku fylgi að fagna í landinu. Þjóðfylkingarstefnan hin eina rétta. Samvinna við hina innlendu borgarastétt er mjög mikilvægt at- riði í þjóðfylkingarstefnunni. En efling bandalags verkalýðsstéttar- innar og bændanna er grundvallarskilyrði til lýðræðislegra umbóta og efnalegra og félagslegra framfara. A styrkleika þessa bandalags veltur það að verulegu leyti, hver verður þáttur borgarastéttarinnar í baráttunni gegn imperíalisma og miðaldastjórnarháttum. Kommúnistaflokkurinn hefur ávallt notið meiri vinsælda og fylg- is meðal bændanna en nokkur hinna borgaralegu flokka. Um langt bil hefur verkalýðurinn stutl bændurna í baráttu þeirra og hjálpað þeim til að mynda sér samtök. Borgarastéttin vonaði að lögin um endurbætur búnaðarhátta myndu ryðja benni braut til áhrifa í sveitunum. Þótt þau lög væru ófullkomin studdi Kommúnistaflokk- urinn þau og átti mikinn þátt í baráttu bændanna fyrir framkvæmd þeirra. En borgarastéttin var of tengd landeigendunum til þess að hún gæti unnið heils hugar að framkvæmd þessara laga. Ilún leyfði ýms- ar eftirgjafir og leið margháttaða uppivöðslu stórjarðeigendanna og hefndaraðgerðir gegn forystumönnum bændanna. Vonbrigði bændanna vegna þessarar afstöðu stjórnarinnar eru sár og fara vaxandi. Barótta fyrir lýðræði og þingræði. Þrjú ár eru liðin og írak hefur enn enga varanlega stjórnarskrá né þing. Hernaðareinræði eins manns hefur fest sig í sessi. Hið 1

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.