Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 24

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 24
GERARDO UNZUETA meðlimur jramkvœmdanejndar Kommúnistajlolcks Mexíkós: Látið Siqueiros lausan HETJAN FRÁ PUERTO RICO Mexikómaðurinn David Alfaro Siqueiros er einn mesti list- málari 20. aldar. Hann fæddist árið 1898 og vann sér frægðarorð þegar upp úr 1920. Dremenningarnir Siqueiros, Orozco og Rivera mótuðu sérstæðan málarastíl, ádeilukennda raunsæisstefnu byggða á mexíkanskri alþýðulist, en með surrealísku ívafi. David Alfaro Siqueiros, hinn mikli mexíkanski málari, miðstjórn- armaður Kommúnistaflokksins, hefur nú verið í fangelsi í hálft ann- að ár. Samferða honum í dýflissuna varð öldungurinn Filomeno Mata, 84 ára gamall byltingarsinnaður blaðamaður. Siqueiros var tekinn höndum á heimili vinar síns 9. ágúst 1960, en sama dag tvístraði lögreglan kröfugöngu stúdenta og aðstoðar- kennara á götum Mexíkóborgar. Þar sem ríkisstjórninni var ljóst, að þessar aðfarir gegn Siqueiros áttu sér enga stoð í lögum, reyndi hún í fyrstu að afsaka þær. Saksóknari ríkisins lýsti yfir því gegn betri vitund, að málarinn hefði ekki verið tekinn höndum, heldur hefði hann verið beðinn að ganga frá lagalegum formsatriðum. En innan fárra daga var frá því skýrt opinberlega, að Siqueiros væri í varðhaldi á meðan á málsrannsókn stæði. Siqueiros og Mata voru sakaðir um að hafa brotið gegn borgara- legri reglu og kærðir fyrir að hafa haft vopn undir höndum og sýnt ríkisvaldinu mótþróa. Rannsóknarskjölin voru sett í flokk með máls- skjölum sakborninga úr starfsliði stéttarfélags járnbrautarmanna, en þeir hafa sætt fangavist síðan 29. marz 1959. Allar þær ákærur eru jafn veigalitlar. Ákæruvaldið styðst eingöngu við þá fölsuðu fullyrðingu, að Si- queiros hafi verið skipuleggjandi fyrrnefndrar kröfugöngu stúdenta, og því beri hann ábyrgð á öllum athöfnum kröfugöngumanna. Til þess að færa stoðir undir þessa fjarstæðu er vitnað í ýmsar ræður,

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.