Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 27
R É T T U R
91
Nú er mál Siqueiross og félaga er að komast á lokastig, skorum
við á alla þá, sem þátt taka í baráttunni gegn ofsóknum og kúgun,
að sýna mátt sinn og dug, svo að stjórnarvöld Mexíkós geti ekki
annað en tekið tillit til þeirra. Það ber hina brýnustu nauðsyn til
þess að láta Siqueiros lausan úr haldi sem allra fyrst, vegna þess að
hann, sá eini sem lifir af hinum frægu mexíkönsku málurum nú-
tímans, er þungt haldinn af lifrarsjúkdómi. Hann þarfnast sérstakr-
ar umönnunar, sem hann fær ekki notið í sjúkradeild fangelsisins.
Fangaverðirnir í Mexíkó eru álíka tillitslausir og bandarískir starfs-
hræður þeirra voru gagnvart hinurn hetjulega kommúnista Henry
Winston; það er fullyrt, að veikindi Siqueiross séu ekki „alvarleg11
og hann fái fullkomna læknisþjónustu í fangelsinu. En sannleikur-
inn er sá, að heilsu hans hrakar dag frá degi, svo að ískyggilega
horfir.
Af þessum sökum er það verkefni allra lýðræðisvina, skylda allra,
sem unna vísindum og listum, að leggja fram sinn skerf til þess að
málarinn David Alfaro Siqueiros fái endurheimt frelsi sitt.
„Ef við komum upp herfylkjum okkar, munum við tala við Frakk-
land í öðrum tón.“
(Oberlander, des. 1954.)
„Sviss er hluti af Þýzkalandi, sem hætt var að telja til Ríkisins
1648.“
(Greijinn aj Löuienstcin, des. 1954.)
„Ríkisstjórn Sambandslýðveldisins Þýzkalands hefur opinberlega
hvað eftir annað lýst því yfir, að hún vilji sameina Þýzkaland innan
landamæranna frá 31. des. 1937, þ. e. landamæra Weimar-lýðveldis-
ins. Þess vegna voru Oder-Neisse-línan og Austur-Prússland með
réttu tekin upp í „kröfulistann“.“
(Ur bréfi Weiblingers, blaðajulltrúa við vestur-J>ýzka
sendiráðið í Hollandi, jebr. 1960.)