Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 4

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 4
68 R É T T U R valdinu í eigin hendur. Alþýðan getur vissulega og mun halda á- íram sinni lögskipuðu hagsmunabaráttu eftir gamla laginu og beita ef til vill hverskonar nýjum skæruhernaði, — en hún er ekki lengur örugg um að vinna varanlegar kjarabætur með því móti einu, ef auðmannastéttin heldur áfram hinum ný-upptekna harðstjórnar- hætti. Harðstjórnin, sem auðvaldið kom ó 1959—'61 i viðureign stétt- anna ó íslandi, verður að vikja og alþýðan að endurreisa íslenzkt lýðræði í þeim efnum: koma ó því óstandi að alþýðan fói að njóta þeirra kjarabóta, er hún knýr fram, í skjóli eðlilegrar staðfcstu i vcrðlagi og gengi — og í krafti sifelldra STÓRSTÍGRA FRAMFARA. Það alræði braskaravalds, að amerísku undirlagi, scm nú er verið að reyna að koma ó hér, verður að víkja. * Verkamenn heila og handa á íslandi eiga að sameinast um þetta verkefni. „Verkamenn handanna" í heiminum, hafa síðustu hundr- að árin beitt heila sínum með þeim árangri að stétt þeirra er nú forystustétt heims í sókn mannkynsins fram til betra jarðlífs og fegurra. Verkamenn handanna á Islandi eru nú undirorpnir lengri vinnuþrældómi en stétt þeirra í nokkru öðru landi Evrópu. Það eru síðustu forvöð að rísa upp og varpa af sér þeirri vinnukúgun. — Verkamenn heilanna, hinir dýrmætu sérfræðingar nútímans, — þessi stétt, sem hálft mannkynið mun tilheyra á komandi öldum, — eru reknir úr landi með launakúguninni, — þegar ísland bíður með öllum sínum ónotuðu auðæfum eftir heila og höndum verka- manna sinna. Menntamenn og bændur — þessar stéttir íslands, sem á umliðn- um öldum voru stoð og stytta sjálfstæðisbaráttu vorrar, — eru í æ ríkari mæli að taka höndum saman við verkalýðinn í þjóðfrelsis- baráttunni. Öll hin sóra reynsla síðustu ára sýnir að allar þessar vinnandi stéttir verða að sameinast. Hernómsmólið, landhelgismólið, sjón- varpsmólið, spillingarmól yfirstéttarinnar, — allt sýnir þetta, að þcssar vinnandi stéttir Islands verða að taka völdin i landinu i sinar hcndur og stjórna landinu i sina þógu. Þetta er stefna Sósiallstaflokksins og hefur lengi verið, þótt fram- kvæmd þeirrar þjóðfylkingar hafi aldrei verið eins brýn og nú. — Og sá hluti ísíenzkrar borgarastéttar, sem byggja vill upp sjálfstæða

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.