Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 23

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 23
R E T T U R 87 kvörðun ríkisstjórnarinnar nú að lækka þessa lítilfj örlegu skatt- heimtu á sama tíma, sem öllum kröfum launastéttanna um aukinn kaupmátt verkalauna er mætt af fullum fjandskap. En ríkisstjórnin hefur gengið feti lengra en að lækka hinn óverulega hlut gróða- félaganna í skattheimtunni. Hún hefur jafnframt aukið gróðamögu- leika þessara sömu félaga um margfaldar þær upphæðir, sem öll skattheimtan af þeim kemur til með að nema. Sóknin að því marki að skapa voldugt einkafjármagn á Islandi er vissulega í fullum gangi og í þeirri sókn er nú beitt blygðunarlausari blekkingum, lævíslegra áróðri og um leið harkalegari aðgerðum en við áður höfum liaft kynni af. Með mikilli tungumýkt er reynt að telja mönnum trú um, að það standi almennum framförum og atvinnu- uppbyggingu fyrir þrifum hve gróðafélögin séu mergsogin vegna skattpíningar, enda þótt óyggjandi upplýsingar stjórnarvaldanna sjálfra sanni að framleiðslufjármunir þjóðarinnar hafi margfald- ast að verðmæti á síðustu tveim áratugunum. Og um leið og fjötr- um sívaxandi skattbyrða er laumað á alþýðu manna og hert að, er því lýst sem allsherjar hjálpræði fyrir launastéttirnar að gróða- félögin fái nýja og bætta aðstöðu til auðsöfnunar. Og meðan sjálfs- bjargarmöguleikar hinna mörgu og smáu í þjóðfélaginu, hvort held- ur er til þess að byggja upp mannsæmandi heimili í sveit og við sjó eða til að stofna til eigin atvinnurekstrar, eru eyðilagðir hver af öðrum, málar stjórnarliðið upp glansmyndir af almennings- hlutafélögum og hrópar slagorð um „eign handa öllum“. Með hinni nýju skattalöggjöf er „fullkonmuð" sú skattabylting, sem haíin var með „viðreisninni“. Hér eftir verða íslenzk gróða- félög raunverulega skattleysingjar meðan tekjuþörfum ríkisins er fullnægt með óbeinum skötlum á neyzluna, hver sem í hlut á og hverjar sem tekjur og efnahagur viðkomandi er. Þannig fær jafnvel gamalmennið, öryrkinn og barnið í vöggunni hvert sinn skerf skatt- heimtunnar. Þannig er Alþýðuflokkurinn að framkvæma hugsjónir sínar um „velferðarríkið“ og þannig er Sjálfstæðisflokkurinn að sanna hve giftusamur „flokkur allra stétta“ hann sé. — Hitt er svo eftir að vita, sem síðar mun sannast, hvort íslenzk alþýða kýs að láta þessa flokka halda öllu lengur áfram uppbyggingu þess vel- ferðarríkis peninganna, sem þeir hafa verið að timbra saman síð- ustu þrjú árin. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það hún, sem á næsta leik.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.