Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 43

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 43
K E T T U R 107 Iðnrekendurnir hafa ákveðna afstöðu gegn heimsvaldastefnunni. Heildsalastéttin, en hennar hagsmunir eru mestu ráðandi um utan- ríkisstefnu Kassem-stjórnarinnar, er hægri sinnuð, vegna þess að gróði hennar byggist mest á verzlun við auðvaldsríkin. Hinir smærri kaupsýslumenn, sem þó eru mjög háðir hinum stærri verzlunarfyrir- tækjum, hallast að verzlunarsamningum við sósíalistísku löndin. Þessar andstæður hafa leitt til klofnings innan hins borgaralega Þjóðlega lýðræðisflokks. Ýmsir kommúnistar og jafnvel flokksfélög hafa ekki getað skilið þessa stefnu. Sumir litu á borgarastéttina án aðgreiningar og kröfð- ust harðari baráttu gegn henni, þar sem hún væri afturhaldssinnuð og þý heimsvaldasinna. En slík afstaða hefði leitt til einangrunar. Aðrir voru andvígir baráttu gegn afturhaldsaðgerðum ríkisstjórn- arinnar, þar sem þetta væru aðgerðir stjórnar, sem væri andstæð heimsvaldastefnunni. Sú afstaða hefði leitt til uppgjafar og henti- slefnu. Flokkurinn tók ákveðna afstöðu gegn báðum þessum til- hneigingum. Barát-tan um olíugróðann. Gott dæmi um baráttu flokksins er afstaða hans til olíumálsins. Olían er aðalauðsuppspretta íraks. En þessar auðlindir eru í höndum hinna erlendu olíuhringa, sem hafa rænt þær allt síðan 1927. Ríkistekjurnar frá olíuvinnslunni eru nú að nafninu til 100 millj. dínara (1 dínari er jafn sterlingspundi) eða þriðjungur þjóð- arteknanna. I rauninni er þetta minna. Eftir byltinguna tók Kassem-stjórnin upp samninga við olíufélög- in um auknar tekjur Iraks af olíuvinnslunni. En olíufélögin þvæld- ust fyrir, töldu að „ástandið væri ekki hagstætt til gagnkvæms skiln- ing vegna hættu á kommúnisma í Irak.“ En með „hættu á kommún- isma“ áttu þau við þá lýðræðisstefnu, sem fylgt var fyrsta árið. Olíuhringarnir gripu svo til alls konar þvingana og undirróðurs. Þau voru viðriðin Mósúl-uppreisnina í marz 1959, þau stóðu að samsæri í Kirkuk í júlí sama ár. Þeim tókst að fó Kassem-stjórnina til að flytja þjóðholla liðsforingja burt af olíusvæðunum og banna nokkur framfarasinnuð blöð, þar á meðal Ittihad al-Shaab, mál- gagn Kommúnistaflokksins. Vegna þvingana olíuhringanna voru nokkrir ráðherrar sviptir embættum. A árinu 1960 var Kassem að því kominn að undirrita samning við olíuhringana, sem hefði verið óhagstæður fyrir írak, en mót-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.