Réttur


Réttur - 01.03.1962, Síða 17

Réttur - 01.03.1962, Síða 17
R E T T U R 81 fyrir nýlendurnar, eru óraunhæfar ef í þeim felst ekki efnahagsleg samvinna á jafnréttisgrundvelli. Iðnvæðing er eina leiðin til að enda fátækt og hungur. Það er yfirleitt aðeins í iðnaðarlöndum, sem fólkið hefur nóg til hnífs og skeiðar; í landbúnaðarlöndum er mest um hungursneyð. En hvers konar iðnvæðing á þetta að vera? A það að vera sú tegund iðnvæð- ingar, sem algengust er í vanþróuðu löndunum, — nokkurs konar „alþjóðleg“ iðnvæðing, sem er skipulögð í samræmi við hagsmuni erlendra auðhringa, en ekki í samræmi við hagsmuni landsins? Eða á það að vera raunveruleg iðnvæðing, sem stuðlar að sjálf- stæðri efnahagsþróun landsins og bætir kjör almennings? Reyslan hefur sýnt að „alþjóðlega“ iðnvæðingin gerir aðeins fámennar forréttindastéttir auðugri á sama tíma og allur fjöldinn verður fátækari en nokkru sinni fyrr. Og þess vegna skilja þjóðir Suður- og Mið-Ameríku, Afríku og Asíu að hungur þeirra og fátækt eru ekki fyrir hendi vegna skorts á gjafmildi náttúrunnar, heldur er orsökin óréttlæti í þjóðfélaginu. Hungur fátæklinganna og ótti auðkýfinga við þá hungruðu eru fyrirbrigði, sem verða að hverfa. En slíkt verður aldrei nema rót- tækar breytingar verði í efnahagskerfi vanþróuðu landanna. Efna- hags- og tækniaðstoð eru lítils virði án slíkra breytinga. Allir menn, sem vilja vel, allir menn, sem vilja að jörðin tilheyri öllum mönn- um, ættu að gefa mesta vandamáli mannkynsins, hungrinu, nánar gætur.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.