Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 37

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 37
R É T T U R 101 bótar þriggja ára fangelsisdóm fyrir að sýna réttinum óvirðingu. Á þessum árum sem ég var að afplána fangelsisdóminn varð ég alvar- lega veikur. Eg missti sjónina vegna illrar aðbúðar í fangelsinu og rangrar sjúkdómsgreiningar. Samt var mér haldið áfram í fangels- inu. Þetta miskunnarleysi sambandsstjórnarinnar framkallaði reiði og óánægju þekktra fulltrúa almennings og margra fjöldasamtaka í Bandaríkjunum. Fólk af öllum þjóðernum og frá flestum löndum heirns sluddi málstað minn ötullega. Já, baráttan fyrir frelsi mínu var sérstaklega víðtæk. Drenglundaður verkamaður á Kúbu, sem ég þekkti ekkert persónulega, bauð mér t. d. sitt vinstra auga. Hann sagðist þurfa á því hægra að halda til þess að miða byssu, ef til þess kæmi að liann þyrfti að verja sitt eigið land gegn imperíaliskri inn- rás. Frá þessu var sagt í heimsblöðunum. Eftir að dómurinn var kveðinn upp yfir ellefu forustumönnum Kommúnistaflokksins, voru yfir 100 ákærðir fyrir brot á Smith lög- unum. Margir voru fangelsaðir, þar á meðal Elizabeth Flynn, sem þá var formaður landsnefndar Kommúnistaflokks Bandaríkjanna. Eftir úrskurðinn í máli Yates og nokkra aðra úrskurði —- sem byggðir voru á fyrstu og fimmtu viðbót við stjórnarskrána — end- urskoðaði hæstiréttur hverja ákæruna á fætur annarri af þessari teg- und. Fór svo að lokum að enginn varð eftir, sem þurfti að afplána fangelsisdóm vegna samsæris samkvæmt Srnith lögunum. Þrátt fyrir þetta endurskoðaði hæstiréttur ekki dómana yfir hinum ellefu for- ustumönnum Kommúnistaflokksins, og hafði þó áskilið sér rétt til að athuga síðar margar spurningar, sem hefðu sjálfstæða þýðingu, er hann staðfesti þá árið 1951. Sú barátta, sem ég liefi hér talað um gegn lýðræðisfjandsamleg- um lögum og samþykktum, hefur haft mikið að segja fyrir and- spyrnuna gegn hinum svívirðilegu og afturhaldssömu McCarran lögum, og megnað að hindra staðfestingu þeirra í Bandarikjunutn undanfarin ár. En nú hefur hæstiréttur staðfest þau með fimm at- kvæðum gegn fjórum. McCarran lögin ákveða óréttilega, að Komm- únistaflokkurinn sé handbendi erlends ríkis. Þau krefjast skilyrðis- lausrar skráningar á Kommúnistaflokknum með skráningu forustu- manna lians. Láli einhver lijá líða að skrá sig í mánuð má hann eiga von á 300.000 dollara sekt og 150 ára fangelsi. Fyrir hvern dag sem skráning dregst er nefnilega 10.000 dollara sekt og fimm ára fang- elsi. Þetta eru óskapleg lög! Samkvæmt lögum þessum er t. d. kontm- únista óleyfilegt að vinna í hernaðariðnaðinum, en jafnframt eru

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.