Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 45

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 45
R E T T U R 109 gamla stjórnarkerfi, sem var aöeins að nokkru leyti hreinsað, hefur í vaxandi mæli orðið andstætt lýðræði. Brýnasta viðfangsefnið nú kemur fram í kjörorði Kommúnistaflokksins: Myndun þjóðlegrar stjórnar á lýðræðisgrundvelli. Þetta þýðir, að binda endi á hernað- arástandið, gefa pólitískum flokkum starfsfrelsi, láta lausa alla föð- urlandsvini og leyfa þeim, sem eru í útlegð, að snúa heim, semja stjórnarskrá, sem gilda eigi til frambúðar í stað þeirrar, sem nú gildir til bráðahirgða, láta kjósa lil stjórnlagaþings til að staðfesta stjórnarskrána, koma á fót þjóðþingi og mynda lýðræðisstjórn á grundvelli stjórnarskrárinnar. Kommúnistaflokkurinn er ekki sá eini, sem heimtar stjórnmála- frelsi og lýðræðisstjórn. Vegna vaxandi óánægju fólksins hefur Þjóðlegi framfaraflokkurinn, sem styður Kassem, einnig orðið að taka undir kröfur um aukið lýðræði. Þjóðernismól Kúrda. Landinu er stjórnað aðallega af hinni arabísku borgarastétt, þótt að vísu séu örfáir ráðherrar frá kúrdum í ríkisstjórninni. Stjórnin viðurkennir ekki rétt kúrda lil sjálfsákvörðunar og stuðlar í raun- inni að þjóðflokkakrit. Kommúnistaflokkurinn, sem heldur fram fullkomnu jafnrétti allra þjóðernisminnihluta, krefst sjólfstjórnar til handa kúrdum og rétti þeirra til að viðhalda og þroska sína þjóð- legu menningu og menntun innan írakska lýðveldisins.En um leið og flokkurinn gagnrýnir arabískan þjóðrembing berst hann gegn öfga- fullum Jjjóðernissinnum meðal kúrda. Kúvæt. Allt frá því að árekstrarnir út af Kúvæt byrjuðu hefur flokkurinn leitast við að skoða þau mál í réttu ljósi. Hann álítur það aðalatriði að Kúvæt losni undan yfirráðum og arðráni auðhringanna. Þótt það sé að vísu fyrst og fremst mál Kúvætbúa sjálfra, er það þó um leið þáttur í allsherjarbaráttu arabaþjóðanna gegn heimsvaldastefnu og afturhaldi. „Hvað snertir samskipti Iraks og Kúvæts,“ segir í ályktun flokks- ins frá 28. júní, „þá mun frambúðarlausn þess máls finnast þegar báðar þessar þjóðir geta látið í ljós vilja sinn, frjálsar undan heims-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.