Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 48

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 48
112 R É T T U R hrifavaldi hvítu mannanna til fulls og hefja alhliða uppbyggingu at- vinnuveganna. Merkur áfangi í stjórnmálasögu Basútómanna náðist fyrir nokkru, er Kommúnistaflokkur Basútólands var stofnaður. Þörfin fyrir slík- an flokk var orðin knýjandi, bæði af stéttarlegum og þjóðfrelsisleg- um ástæðum. Það er að vaxa upp verkalýðsstétt í landinu, og sam- band er þegar komið á með verkalýðsfélögum landsins. Forystu- menn verkalýðsins sjá, að einnig á pólitískum vettvangi verða þeir að taka höndum saman, ef þeir vilja vinna stéttinni allt það gagn, er þeir mega. Eini flokkurinn, sem eitthvað hefur látið að sér kveða til þessa, er Kongressflokkurinn, en honum hefur reynzt um megn að hafa forustu í sjálfstæðisbaráttunni. Hann hefur svikizt um að setja sér ákveðna og raunhæfa stefnuskrá, og hann hefur ekki bent á neina færa leið til að bæta lífskjör fólksins. Ættjarðarvinir og frjálslyndir menn fagna mjög hinum nýja kommúnistaflokki, sem „keppnir að þjóðfylkingu með Kongress- flokknum og öðrum framfaraöflum Iandsins til þess að skapa sjálf- stætt, Iýðræðislegt Basútóland“. Það veitir ekki af sameinuðu átaki til þess að bæta úr því ófremdarástandi, sem 90 ára brezk yfirráð hafa skapað. ímis náttúruauðæfi finnast í landinu, en það ókannað, hvernig þr.im er varið og hversu þau má nýta. Engin grein nýtízku iðnaðar hefur náð fótfestu, en nokkur heimilisiðnaður er til frá fornu fari, hörmulega frumstæður. Það er trauðla hægt að tala um landbúnað í venjulegum evrópskum skilningi; flestir bændur lifa nefnilega hálfgerðu hirðingjalífi á sauðfé og geitum. Akuryrkja er stunduð í litlum mæli. Eins og áður segir, neyðist fjöldi manna til að selja sig í ánauð í suður-afrísku kola- og gullnámurnar um lengri eða skemmri tíma. Ekki er glæsilegra umhorfs í menningarmálum. Skólaskylda er engin, en hluta barna er kennt að villast á réttu og röngu í trúboðs- skólum evrópumanna. Hið opinbera tungumál, ensku, skilur aðeins einn tíundi hluti þjóðarinnar. Formaður Kommúnistaflokksins er John Motloheloa, en hann hef- ur getið sér góðan orðstír í framfarabaráttu Afríkumanna, enda orð- ið fyrir barðinu á kynþáttaofsóknum Suður-Afríkustjórnar. Komm- únistar ráðgera að halda flokksþing nú í marz, og minnast þess um leið, að liðið er eitt ár frá fyrsta allsherjarverkfallinu i landinu.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.