Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 32

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 32
96 R É T T U R jafnframt er séð um, að landið komizt í skuldir, svo að vald ný- lenduherranna veikist ekki. Ríkisstjórnin hefur ekki sjálfsforræði í mikilvægustu málum landsins, þannig hefur hún ekkert með bygg- ingu herstöðva að gera, en þær eru ógnun við íilveru þjóðarinnar. Nýlenduherrarnir ráða örlögum æskufólks okkar, sendu það út á vígvellina í Kóreu og æfa það fyrir innrás í lönd meginlandsins. Þessar smávægilegu ívilnanir af hendi heimsvaldasinna leysa ekki vandamál föðurlands okkar. Baráttan heldur áfram. Merkasti at- burður hennar eftir stríðið var uppreisnin 1950 gegn hinni nýju mynd bandarískra yfirráða á Puerto Rico, sem nefnist nú „frjálst samveldi“. Uppreisnin hreif margar I)orgir og byggðarlög. Mest- um árangri náðu skæruliðar studdir bændum í héraðinu Jayuya, þar sem lögregluvaldinu var komið á kné og lýst yfir stofnun sjálf- stæðs lýðveldis. Til þess að bæla niður þessa uppreisn létu Kanar þetta boð út ganga: „Skjótið fyrst, spyrjið svo“. Byltingarmenn biðu lægri hlut, er mótherjinn hafði dregið að stórskotalið og sprengjuflugvélar. Manntjón varð mikið á báða bóga. Byltingar- mönnum var varpað í fangelsi þúsundum saman. Samtök kommúnista í Puerto Rico urðu iil árin 1931—1932, er leiðtogar jafnaðarmanna og samvinnumanna höfðu endanlega sagt skilið við alþýðuna. Þetta gerðist samtímis því, að ný þjóðleg stefna kom upp gegn erlenda valdinu, Albis Campos fór að stjórna bar- áttunni fyrir sjálfstæði Puerto Ricos. Síðan hafa Kommúnistaflokk- urinn og Þjóðernissinnaflokkurinn snúið bökum saman í óteljandi kröfugöngum og á verkfallsverði, og saman hafa þeir sætt ofsókn- um afturhaldsins. Við kommúnistar höfum staðið við hlið Albiss Camposs á ræðu- pöllunum og útskýrt hugsjónir okkar, og þekktir foringjar þjóðern- issinna hafa komið fram á okkar vettvangi til að flytja mál sitt. Þetta þýðir þó ekki, að Albis Campos sé kommúnisti, né að við sé- um þjóðernissinnar í flokkslegum skilningi. Enda leitast þjóðníð- ingarnir við í áróðri sínum að sá fræi tortryggninnar milli okkar í því skyni að sundra kommúnistum og þjóðernissinnum. Vissulega eru skiptar skoðanir milli Þjóðernissinnaflokksins og kommúnista á því, hvernig meta skuli rás viðburðanna og hvaða að- ferðum skuli beita í dægurpólitíkinni. En milli okkar hlýtur að vera full eining um það mikilvægasta -— baráttuna gegn ánauðinni, bar- áttuna fyrir viðurkenningu á rétti þjóðarinnar til að skapa frjálst og fullvalda lýðveldi. ■

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.