Réttur - 01.03.1962, Side 16
80
R É T T U R
af hendi. 100.000 dollara framlag er eitt atkvæði. En af því að
Bandaríkin láta mest af hendi, er Gjaldeyrissjóðurinn í öllum á-
kvörðunum 100% bandarískt fyrirtæki. Það lesá því margir með
nokkurri tortryggni skýrslurnar, sem Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn
sendir Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin notfæra sér hann til að fá
Sameinuðu þjóðirnar til að reka erindi sitt. Þannig stuðlar hann
líka áð nýlendukúgun. Föðurland mitt (BTasilia) er eitt fórnarlamb
þessarar kúgunar. Undir margs konar yfirskyni hefur það verið
neytt til að lækka verð á framleiðsluvörum sínum um helming, Starf-
semi af þessu tagi sviptir vanþróuðú löndin tækifæri til að iðrivæð-
ast. Þar sem þau flytja út hráefni og lítið eða ekkert annað er verð
þeirra mælikvarðinn á það, hvort þau geta keypt vélar og komið sér
upp iðnaði. En á sama tíma og hráefni hafa stöðugt verið að falla í
verði, hefur verð á vélum, sem lönd Suður-Ameríku hafa keypt, tvö-
faldast í samræmi við þá skipun Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins að
kaupmáttur dollarans skuli tvöfaldast. Þetta tryggir iðnað Banda-
ríkjanna gegn mögulegri samkeppni. Peningar eru til láns, ef efla
á landbúnað og framleiðslu hráefna til útflutnings, en það eru engir
peningar fyrir hendi ef byggja skal upp iðnað.
Ureltu efnahagskerfi er haldið uppi í vanþróuðu löndunum. íbú-
um þeirra er neitað um menntun og heilbrigðisþjónustu, því að
hvorttveggja er verzlunarvara, og kaupgeta er mjög lítil. í öllum
þessum löndum er lítil forréttindastétt, sem er í nánum efnahagsleg-
um tengslum við stóru auðfélögin og nýlenduherrana. Þessi stétt
Iætur sig hagsmuni þjóðar sinnar engu varða og krefst einskis af
húsbændum sínum, beygir aðeins kné sín auðmjúk.
Við getum tekið Suður-Ameríku sem dæmi. Meðaltekjur í Vene-
zuela eru 700 dollarar á ári, þessi upphæð er sú hin sama og í
Frakklandi. En eru lífskjör almennings í Venezuela sambærileg lífs-
kjörum almennings í Frakklandi? Því fer fjarri. Mælikvarðinn á
lífskjör almennings eru ekki meðaltekjurnar í landinu heldur skipt-
ing þjóðarteknanna. Þessar 700 dollara meðaltekjur eru reiknaðar
þannig út að 700 milljón dollara tekjum sjö fjölskyldna, er bætt
við fátækt hungraðar alþýðu og síðan deilt í með fjölda landsbúa.
Iðnvæðing er leiðin til bættra lifskjara.
Nýlenduveldin hafa aldrei haft áhuga á að fella efnahagslíf ný-
Iendnanna inn í efnahagskerfi heimsins á jafnréttisgrundvelli. Slík
þróun er samt sem áður nauðsynleg. Allar áætlanir, sem samdar eru