Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 13

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 13
R É T T U R 77 kúgaðar til að framleiða í þeim einum tilgangi að efla sjóði ný- lenduherranna. Það er varla hægt að búast við mikilli vinnugleði við slíkar aðstæður. Og því var byrjað að segja um þær, — sérstak- lega Indíánana í Suður-Ameríku, að þeim líkaði ekki landbúnaðar- vinna og af tvennu illu vildu þeir fremur deyja en starfa við slíkt. Satt að segja er þessi fullyrðing alls ekki svo órökrétt. Þegar öllu var á botninn hvolft höfðu þeir aðeins um tvennt að velja; annað hvort að deyja hægum dauða úr sulli eða skjótum dauða af frjáls- um vilja. Og ósjaldan völdu þeir síðari kostinn. Það var miklu hag- nýtara að gera það en deyja sakir einhverrar vinnu. Efnahagslíf, sem byggist einungis á því að rækta sykur, baðmull, gúmmí og kaffi til útflutnings, rífur niður fremur en byggir upp, því að allt hefur þetta aðeins einn tilgang, og hann er sá að flytja út vörur á ódýru verði. Allur gróðinn hverfur í vasa lítils minnihluta. Enn þann dag í dag eru til ættflokkar í Afríku, sem eru ósnortnir af „menningu hvíta mannsins“ og hafa landhúnað fyrir aðalatvinnu- grein. Og þótt ekki sé liægt að segja að þeir lifi við allsnægtir, er að minnsta kosti einhver fjölbreytni í mataræði þeirra, og þetta kemur í veg fyrir, að þeir þurfi að þjást vegna vítamínsskorts. En þegar þessir íbúar Afríku flytjast til borganna og byrja að vinna við iðnað, fara þeir að þjást sökum vannæringár. Hver er ástæðan fyrir þessu? Ástæðan er sú að í borgunum erU þeir notaðir eins og vélar, sem aðeins er gefið nauðsynlegt eldsneyti svo að þær stanzi ekki gang sinn. Eina fáiða þeirra í borgunum er mais og maniokka. (Maniokka er unnið úr rótum samnefndar jurtar og er mjög algeng fæða í hitabeltislöndunum. —- Aths. þýðanda.) En þeim er neitað um fæðu, sem inniheldur vítamín og eggjahvítuefni. En samt er efnaskiptingu líkamans ekkert nauðsynlegra en að neyzla vítamíns samsvari neyzlu kolvetnis.. Og h'ffærakerfi mannsins eyðileggst skjótt eins og vél, sem veitt er eldsneyti í ríkum mæli svo að hún geti unnið af miklum krafti en sem aldrei er gert við. Og líkt og göltum er gefinn maís svo að maísinn geti breytzt í svínakjöt, þannig er verkamönnum gefið maniokka og baunir, sem aftur verða sykúr og kafíi. Aðferðirnar eru þær sömu og við að ala upp svín, ef mestur gróðinn við að selja maís er að selja hann í poka úr svínaskinni, þá er einnig gróðavænlegast að selja maniokka eins og sykur í umbúðum úr negraskinni, eða réttara sagt eins og sykur, sem eimaður hefur verið úr negrasvita. Þessi einhliða fæða er þannig einhver helzla ástæðan fyrir hungri í heiminum.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.