Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 20

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 20
84 R É T T U R nægja að gróðafélögin fengju í sinn hlut stórlækkaSar raunveruleg- ar launagreiSslur jafnframt því, sem þeim var forSaS frá eSlilegri þátttöku í aukinni heildarskattheimtu. En þaS var aSeins í bili, sem þetta var látiS nægja og eins og áSur er sagt er ríkisstjórnin nú aS láta atkvæSavélar sínar á Alþingi lögfesta stórfelldar breytingar á skattalöggjöfinni og taka þær breytingar einkum til gróSafélag- anna og miSa nær einhliSa aS gífurlega auknum auSsöfnunar- möguleikum þeirra og raunar langt út yfir sviS skattamálanna. Hér verSur eingöngu fjallaS um meginatriSi hinnar nýju skatta- löggjafar, en þau eru eftirfarandi: 1. Tekjuskattur fyrirtækja, annarra en útgerSarfyrirtækja og samvinnufélaga, skal lækkaSur (meS beinni skattlækkun og heimildum til aukningar varasjóSstillags) um 25%, úr 20% af hreinum hagnaSi í 15%. Tekjuskattur útgerSarfyrirtækja og samvinnufélaga er hins vegar aSeins lækkaSur um 9%, úr 16,7% af hreinum hagnaSi í 15%. 2. Skattfrjáls arSgreiSsla til eigenda hlutafélaga skal hækkuS um 25%, úr 8% í 10%, en jafnframt er heimiluS skattfrjáls út- hlutun svonefndra jöfnunarhlutabréfa, sem í ýmsum tilvikum getur margfaldaS hina skattfrjálsu arSgreiSslu. 3. ÁkveSnar eru nýjar reglur um fyrningarafskriftir, sem eftir- leiSis má miSa viS nýtt mat á öllum fastafjármunum (þ. e. öllum eignum nema rekstrarvörum), sem keyptar hafa veriS fyrir 1962. Þetta nýja mat skal miSa viS endurnýjunarverð í staS þess aS hingaS til hafa fyrningarafskriftir einvörSungu veriS miSaSar viS kostnaðarverð fjármuna. 4. Byggja á upp nýtt, fjölmennt embættismannakerfi á vegum fjármálaráSherra til framkvæmda á skattalögunum og lionum raunverulega fengiS í hendur einræSisvald til útfærzlu á lög- unum í stóru sem smáu. Hin beina skattlækkun gróSafélaganna er auSsæ og óumdeilan- legt hverju hún nemur. MiSaS viS rétt framtöl eykur hún ein fyrir sig raunverulegan gróSa flestra félaga um 25% og þætti sú hagsbót nokkurs virSi, ef um launamenn væri aS ræSa. Hinsvegar sýnir sú ráSabreytni aS ætla útvegsfyrirtækjum, sem búa viS mesta áhættu í rekstri af öllum fyrirtækjum og samvinnufélögunum, sem engum skiptanlegum gróSa safna, þrefalt minni hagsbætur en öSrum, aS þessu leyti, vel hugsunarhátt og stefnu ríkisstjórnarinnar. Hækkun skattfrjálsrar arSgreiSslu í 10% af stofnfé og heimildin

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.