Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 31

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 31
K É T T U R 95 fangelsi lögreglunnar. Þessa atburðar er minnzt sem „Ponce-morð- anna“. Arið 1937 var fyrsti hópurinn af Jrjóðernissinnum, þar á meðal Albis Campos, settur inn til tíu ára í fangelsið í Atlanta í Banda- ríkjunum. Alls voru fjórir hópar áberandi flokksstarfsmanna hnepptir í fangelsi hver á fælur öðrum. Enn í dag sitja yfir 50 Jtjóðernissinnar í fangelsum Puerto Ricos og Bandaríkjanna, þar á meðal fimm konur, og hafa þau verið dæmd í frá 13 upp í 135 ára fangelsi. Tíu fangar eru dæmdir í 485 ára fangelsi hver. Vægasti dómurinn er 10 ár. Sumir eins og Ricardo Diaz voru náðaðir á banasænginni. Eftir 7 ára innilokun í Atlanta-fangelsinu fékk Albis Campos skilorðsbundna náðun, svo að hann létist ekki í fangelsinu, og neyddust yfirvöldin til Jjess að leggja hann inn á sjúkrahús í New York, Jjar sem hann lá í tvö ár. Nú sem stendur er Albis Cam- pos í fangelsi þriðja sinni í trássi við sjálfsögðustu réttarreglur (dæmdur í 79 ára fangelsi). Hann hefur verið pyndaður með raf- magnsstraumi í fangelsinu, og hefur það valdið honum hjartabilun og truflun á heilastarfsemi, svo að allur hægri hluti líkamans er lam- aður. Eftir að það gerðist, var hann settur í presbytera sjúkrahús. Albis Campos getur sig hvergi hrært og má ekki mæla. Samt er hann einangraður frá öðru fólki, og sérstakur vörður gætir hans dag og nótt. Hinar miklu fórnir þjóðernissinnahreyfingarinnar voru þó ekki færðar til einskis. Bandaríkjamenn neyddust til Jjess að láta að vissu marki undan liinum síendurleknu kröfum aljjýðunnar. Það varð að hætta við að nota ensku fyrir aðalmál barnafræðslunnar og heimila notkun móðurmálsins, spænsku. Ríkisstjóri og aðrir æðstu em- bættismenn voru ekki lengur hafðir bandarískir borgarar, heldur var farið að grípa til málaliða úr hópi heimamanna. En ekki tekst nú betur til en svo, að jafnvel mönnum eins og Munoz Marín*) treysta Jseir ekki fyllilega og hafa á þeim strangar gætur. Nú orðið leyfist að draga fána Puerto Ricos að húni á stjórnarbyggingum, en þó aðeins við hlið stjörnufánans bandaríska. Ennfremur leyfist að leika Jjjóðsönginn „La Borinquena“ við hátíðleg tækifæri, en út- setningin er fólki framandi, og auðvitað verður bandaríski Jjjóð- söngurinn að fylgja. Ekki er alveg girt fyrir nokkra iðnvæðingu, en ) Ríkisstjóri Puerto Ricos síðan 1948.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.