Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 28

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 28
JUAN SANTOS RIVERA: ALBIS CAMPOS, Puerto Rico er tæplega 9 þúsund km2 stór eyja suðaustur af Ilaiti í Vestur-Indíum. íbúatalan er 2.3 milljónir, og er eyjan eitt þéttbýlasta land í heimi. Þjóðin er kynblendingar indíána, hvítra manna og svartra. I höfuðborginni, San Juan, er um hálf milljón íbúa. — Puerto Rico var spænsk nýlenda til 1898, er það komst undir forsjá Bandaríkjastjórnar. — Orbirgð er landlæg; helm- ingur fullorðinna er ólæs og óskrifandi. — Utanríkisverzlun er nær öll við Bandaríkin; helmingur útflutnings er reyrsykur. — Verzlunarjöfnuður er að jafnaði óhagstæður um sem svarar Jiriðjungi innflutnings. — Arið 1957 unnu 80 þúsundir manna verksmiðjuvinnu, en 100 þúsund manns gekk atvinnulaus. — Kommúnistaflokkurinn hefur verið hannaður og ofsóttur frá stofnun hans. — Grein þessi er eiginlega bréf úr San Juan til lýðræðissinna livar sem er í heiminum, og sá sem það ritar er formaður Kommúnistaflokks Puerto Ricos. Albis Campos er mikilhæfur forustumaður í sjálfstæðisbaráttu Puerto Ricos. Þess végna halda Bandaríkjamenn honum í fangelsi og buga þar smátt og smátt þrek hans með gamalþekktum aðferðum nýlendukúgaranna. Fyrir skömmu varð Albis Campos sjötugur inn- an fangelsismúranna. Allt líf Albiss Camposs, hið flekklausa siðgæði hans, ættjarðar- ást hans og byltingarandi, verðleikar lýðforingjans og hugsuðarins, sem hvorki lét undan smjaðuryrðum né mútufé og bar með þolgæði pyndingar, dýflissur og aðra stjórnsemi Kana, — allt þetta setur hann á bekk við hlið genginna þjóðhetja í sjálfstæðisbaráttu róm-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.