Réttur


Réttur - 01.03.1962, Qupperneq 26

Réttur - 01.03.1962, Qupperneq 26
90 R E T T U II sem málarinn hefur haldið bæði fyrr og nú og yfirvöldin telja til undirróðursstarfsemi. Akærurnar á hendur Siqueiros eru ekki aðeins fjarstæðukenndar, heldur hrjóta þær og í bága við stjórnarskrána, þar sem þær eru ósamræmanlegar lýðræðisréttindum mexíkönsku þjóðarinnar — málfrelsi, prentfrelsi, funda- og félagafrelsi —, eins og ákvæðin um þau eru í stjórnarskránni frá 1917. Þó var handtakan sjálf aðeins byrjunin á réttarfarslegum brotum valdsstjórnarinnar. Líkt og hinir, sem ákærðir voru, kom Siqueiros áfrýjun á fram- færi, þar sem hann mótmælti varðhaldsúrskurðinum. Lög mæla svo fyrir um, að slíka áfrýjun beri að taka til greina og svara án minnstu tafar. En í þessu máli frestuðu yfirvöldin í fjóra mánuði að taka af- stöðu til málsins. 20. nóvember 1960 á afmælisdegi mexíkönsku hyltingarinnar* *) hófu pólitískir fangar og þeirra á meðal Siqueiros hungurverkfall. Meðan á því stóð sneri nefnd menntamanna sér til hlutaðeigandi yfirvalda með beiðni um það, að áfrýjunin yrði tekin til meðferðar. En saksóknari gaf þeim þetta hundslega svar: „Það skiptir mig engu máli, að ákærði er þekktur maður; hér bíður hann rannsóknar og dóms í varðhaldi, og þannig á það að vera. Ef hann deyr, verður málið sett í skjalasafnið, og ekki meira um það.“ Og það var ekki fyrr en í ágúst 1961, að áfrýjun Siqueiros var svarað. Svarið var hnefahögg framan í almenningsálilið í landi okk- ar og öllum heimi. Áfrýjunardómurinn studdi öll málsatriði varð- haldsúrskurðarins og tók hvergi tillit til réltarstöðu málarans. Nú er að vænta fullnaðardóms í máli Siqueiross.*) Fulltrúi ríkis- stjórnarinnar tilkynnti í september niðurstöður sinar i réttarrann- sókninni. Hann staðfesti ákæruna í megindráltum og krafðist 15 ára fangelsis handa Siqueiros. Vafalaust mun dómarinn gera sér íar um að þóknast ríkisstjórninni í úrskurði sínum. En þó er á það að líta, að örlög Siqueiross og annarra, sem of- sóttir eru af pólitískum ástæðum, ákvarðast ekki aðeins af duttlung- um valdamanna. Almenningsálitið getur haft úrslitaáhrif á það, hvernig dómur er upp kveðinn. *) Byltingin batt endi á 35 ára harðstjórnartímabil Díazar hershöfðingja 1911. *) Snemma marzmánaðar í ár var tilkynnt, að málarinn haíi verið dæmdur til margra ára tugthúsvistar. — Ath. þýð.

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.