Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 47

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 47
VIÐSJA Nýr kommúnistaflokkur í Suður-Afriku. Basútóland er lítill blettur á landabréfi Suður-Afríku; það er þó sérstakt land, en umkringt alla vegu af „lýðveldi" kynþáttakúgar- anna í Pretoríu (Suður-afríska sambandsríkinu). Basútómenn eru þó heppnari en margir kynbræður þeirra að vera nokkurn veginn óhultir fyrir ofsóknum Suður-afríkustjórnar, en þó er því ekki að heilsa, að þeir séu óháð þjóð: Basútóland er „verndarsvæði“ Stóra- Bretlands. Vissulega ráða evrópumennirnir í landinu 1900 talsins, lögum og lofum, og hinir 800 þúsund svörtu hafa bara þau forréttindi að mega vinna fyrir þeim hvítu. Basútómenn hafa að vísu eigið þing (samkvæmt stjórnarskránni frá 1959), en úrslitavaldið liggur hjá stjórnarfulltrúa Breta. Einn stærsti vegartálminn lil fulls sjálfstæðis liggur í samtaka- og skipulagsleysi landsmanna. Bretar höfðu það nefnilega löngum í hendi sér, hversu stjórnmálaþroski og þjóðernisvitund glæddust meðal íbúanna. En svo kemur að lokum, að nýlenduvaldið fær ekki lengur heft framþróunina. Nýi tíminn hefur barið upp á hjá Basútómönnum eins og flestum öðrum þjóðum. Þeim hefur borizt til eyrna, að hvarvetna sé los á gömlum yfirráðum. Trumbur frumskógarins herma um vakningu allrar svörtu Afríku, og jafnvel í afkimum, þar sem sagan hefur stað- ið kyrr um aldir, tekur hún kipp og lyftir horninu á fortjaldi fram- tíðarinnar. Hefðbundnar lífsvenjur þoka um set. Það fer að verða algengt, að menn selji vinnuafl sitt til þess að kaupa fjölbreyttar lífsnauðsynjar í stað þess að ætlast til auðsældar af regnguðinum og félögum hans. Fleirum og fleirum verður ljóst, að máttarvöldin, bæði þessa heims og annars, eru ekki eins voldug og þau voru í tíð forfeðranna. Atvinnuvegir Basútólands eru svo frumstæðir, að helmingur vinnufærra manna verða að leita út fyrir landamærin að vinnu. Þannig hafa Basútómenn kynnzt ástandinu í suður-afríska kynþátt- arríkinu, hvernigþar er traðkað á mannhelgi svörtu frumbyggjanna. Þetta hefur gert verkefnin heima fyrir augljósari: að hnekkja á-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.