Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 35

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 35
RÉTTUB 99 inn í tímann vilja og von — enn er sú ei yfirgefin, er á skálmöld hróka og peða, á svo hugum-háan son.“ Og nú hefur Kúha þegar sýnt hvert leið amerísku þjóðanna liggur.] Sumarið 1948 héldu íorustumenn Kommúnistaflokks Bandaríkj- anna fund til þess að ræða fjölmörg mjög mikilsverð vandamál eftir- stríðsáranna. A fundinum var m. a. fjallað um eftirfarandi viðfangs- efni: Hvernig er hægt að tryggja þá samstöðu, sem styrjöldin hafði skapað milli bandarísku þjóðarinnar og þjóða Sovétríkjanna? Hvernig verður iðnaðinum bezt breytt frá styrjaldarframleiðslu í iðnaðarframleiðslu á friðartíma, og tryggð atvinna 60 milljóna verkamanna? Hvernig er hægt að auka lýðræðislegt frelsi og efla baráttuna fyrir jafnrétti negranna í Bandaríkjunum? Dagskráin var ekki einu sinni hálfnuð þegar erindrekar FBI*) umkringdu aðsetursstað framkvæmdanefndar flokksins, lokuðu lyft- unni, ruddust inn í bygginguna og handtóku forystumenn flokksins, þar á meðal félaga Foster, Dennis og mig. Fáir munu hafa búizt við því af ríkisstjórninni að hún tæki á- kvörðun um slíkt skref. Flestir voru þeirrar skoðunar, að hún myndi ekki ganga lengra en að leggja fram ákæru á hendur Kommúnista- flokknum. Framfarasinnuð öfl og verkalýðshreyfingin stóð nú frammi fyrir staðreynd hins grimma gerræðis. Hvers vegna kom í ljós slíkt smánarlegt hatur hjá ráðamönnum Bandaríkjanna, og ekki nema þrjú ár frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar? Skýringuna er að finna í viðleitni ameríska imperíal- ismans til að tryggja sem fyrst yfirráð sín í auðvaldsheiminum, í því hvernig hann notfærir sér það, að aðstaða annarra auðvalds- ríkja til þess að efla ágengni sína í nýlendunum var lömuð, að hann vildi hafa forustuna í baráttunni gegn sósíalismanum og einkum gegn Sovétríkjunum. Lærdómum síðari lieimsstyrjaldarinnar var stungið undir stól, og það svo rækilega að amerísku þjóðinni var fyrirmunað að draga réttar ályktanir af þeirri reynslu. Og til þess að baktryggja sig urðu yfirvöldin blátt áfram að ráðast að lýðræð- inu, og þá fyrst og fremst á Kommúnistaflokkinn. Dean Acheson — ráðherra í stjórn Trumans — lýsti þessu sem „algerðri stjórn- *) bandaríska leynilögreglan, L

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.