Réttur


Réttur - 01.03.1962, Síða 14

Réttur - 01.03.1962, Síða 14
78 R É T T U R Hugvitsemi ræningjanna. En það mætti samt gera miklar umbætur á þessari tegund land- búnaðar, ef bændunum væri borgað meira fyrir hráefnin. En hér grípa nýlenduherrarnir til annarra bragða, sem hindra löndin er þeim eru háð frá að kasta af sér oki fátæktarinnar. Verð það, sem borgað er fyrir hráefni, fellur stöðugt. Suður-Ameríka flytur nú út þrisvar sinnum meira hráefni en hún gerði 1939, en hún fær miklu minna fé fyrir þau. Arið 1958, t. d., flutti Brasilía út milljón fleiri sekki af kaffi en 1948, en fékk milljón dollurum minna fyrir kaffiútflutning sinn. Svo hvers virði er vinna eiginlega? Hér er að finna ástæðuna fyrir „leti“ hitabeltisþjóðanna. Ein gróðaaðferð Bandaríkjanna er að fá borgun fyrir að fram- leiða ekki. Obeint er þessi aðferð líka notuð í Suður-Ameriku. Þó er sá mismunur á að í Bandaríkjunum eru bændurnir oft ríku- lega styrktir fyrir að framleiða ekki, en í Suður-Ameríku eru styrk- irnir hins vegar mjög svo fátæklegir. En í báðum tilfellum er fjár- magn veitt til að minnka framleiðslu. Þegar litið er á nýlendurnar eða hálfnýlendurnar í heiminum má sjá í skýrustu ljósi innri mót- sagriir auðvaldsskipulagsins. Þar hefur það ekkert að bjóða til að örva framleiðslu og efla efnahagslegar framfarir. 70% hráefna Vesturheims lendir í höndum Bandaríkjanna. Þetta gerir þeim kleift að ráða verði hráefna algerlega. Og þetta gerir öðr- um löndum í Vesturheimi ókleift að koma upp sjálfstæðu efnahags- lífi og nytja auðlindir sínar. Aætlanir til margra ára eru frumskil- yrði allra efnahags- og félagslegra framfara, en hvernig er mögulegt að gera áætlanir til 5—10 ára þegar verðið á útflutningsvörum landsins getur á einu ári hreytzt svo mikið, að það getur verið eitt- hvað milli 50—200% miðað við verðið sem var þegar áætlunin var samin? Það eru ef til vill aðeins æðstu valdamenn landsins, sem geta séð hvernig verðbreytingarnar verða. Þeir skilja ef til vill að ef landið ákveður að greiða atkvæði á þingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við eigin hagsmuni en ekki eftir geðþótta lánadrottnanna, gæti svo farið, að verð á útflutningsvörum gæti fallið æði mikið. Við getum séð hvernig fór fyrir Kúbu. Bandaríkin keyptu sykur- framleiðslu landsins og af sérstöku örlæti, borguðu hærra verð fyrir hana en fengizt hefði á heimsmarkaðinum. Árangurinn varð sá, að á Kúbu þróaðist einhliða efnahagslíf. Sykurframleiðsla virðist vera eina takmark lífsins alveg eins og olíuframleiðslan er í Venezuela. Kúba varð „sykureyjan“, og Bandaríkin gátu sagt við Kúbubúa: Ef

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.