Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 7

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 7
SIGFÚS DAÐASON: Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra Sigfús Daðason telst til hinna yngri ljóðskálda, sem í daglegu tali fólks nefn- ast atomskáld. Bækur hans Ljóð 1949-1951 og Hcndur og orð (1959) hafa lít- illi útbreiðslu náð og hvergi nærri vakið verðskuldaða athygli. Fullvíst má telja, að aðalorsökin sé hinn algengi misskilningur, að öll ljóð ungskálda séu tor- skilin. Hér fer á eftir kafli úr síSari hók Sigfúsar, — 4. þáttur ljóSabálksins Borgir og strendur. Er kaflinn gott dæmi um ljóðstíl Sigfúsar og sýnir á órækan hátt, að Ijóð hans eiga ekki síður erindi til fólks en hinar agætu greinar hans í Tímariti Máls og menningar. -— J. B. Corrumpe et impera „Fyrrum var sagt: þú skalt sundra og drottna síðan — en vér höfum nýtt og ljúfmannlegra boðorð. Vort boðorð er stórfenglegt einfalt og snjallt og tært eins og sjálft dagsljósið. Drottnun er ekki samræmanleg vorum hugsjónuin: undirokaðar þjóðir eiga sér öruggan samastað í hjarta voru. Vér berum friðarorð sundruðum og vér flytjum huggun fátækum. Vér erum málsvarar frelsis: frjálslyndi vort er svo yfirtak viðtækt að það krefst frelsis handa kúgaranum friðar handa rústunum lífsréttar handa dauðanum. *

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.