Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 38

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 38
102 R É T T U R 85 af hundraði iðnaðarins í Bandaríkjunum talin hernaðariðnaður. Samkvæmt þessum lögum má því aðeins gefa út framfarasinnuð blöð, tímarit og annað prentað mál, að það sé merkt sem „kommún- iskur áróður“. 19. nóvember 1961 komu þessi fasisku McCarran lög til fram- kvæmda. Lögreglulið Bandaríkjanna er reiðubúið til að hefjast handa gegn flokki okkar með öllum tiltækum ráðum. Afturhaldið fagnar. En fögnuður þess er of snemma á ferðinni. Það er ekki liægt að kúga kommúnista með þvingunum. Það hef- ur sannazt af fjölmörgum dæmum hin síðari ár í öllum auðvalds- löndum. Hins vegar munu þvingunaraðgerðir gegn kommúnista- flokknum í okkar landi leysa úr læðingi hatrama óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar. Eins og æ fleiri skilja, þá er hún snar þáttur í stórkostlegri og andlýðræðislegri sókn einokunarsamtak- anna hjá okkar þjóð. Þessar óforsjálu ráðstafanir Kennedy stjórn- arinnar gegn Kommúnistaflokknum — sem opinbera ótta hennar við hugsjónir kommúnismans — munu ennfremur grafa æ meir undan því miður góða áliti sem Bandaríkin njóta erlendis. I öllum löndum heims hefur þegar risið víðtæk mótmælaalda gegn ofsóknunum á hendur Kommúnistaflokki Bandaríkjanna. Þessi mót- mælaalda er okkur og flokknum mikil stoð í baráttu okkar, hún mun án efa hafa áhrif á þróun mála í okkar landi. Þessi alþjóðlega mótmælaalda kommúnista, andstæðinga heims- valdastefnu, og lýðræðissinna hafði mikil áhrif á forseta Bandaríkj- anna í þá átt að milda þann dóm sem kveðinn var upp yfir mér, og stytta hann í þann tíma, sem ég hafði þegar afplánað. Ég á henni að þakka að fangelsistími minn var styttur, að ég fékk aftur mörg af mínum fyrri lýðræðislegu réttindum, og þó fyrst og fremst það, að ég hefi aftur sameinazt fjölskyldu minni og vinum. Ég vil nota tækifærið til þess að biðja tímaritið „World Marxist Review“ að flytja hjartanlegt þakklæti mitt friðelskandi fólki i öll- um heiminum, sem hefur hjálpað mér til þess að endurheimta frelsi mitt. í samstöðu og vináttu þrýsti ég hendi allra þeirra sem tekið hafa þátt í þessari baráttu. Eg læt í ljós þá sannfæringu, að við sigr- um í baráttunni fyrir afnámi allra þeirra laga sem eru hliðholl fas- ismanum — en þau eru vissulega lil i mörgum löndum á okkar dög- um —, að allir þeir endurheimti frelsi sitt, sem nú þjást í fangelsum vegna baráttu sinnar fyrir friði og fyrir betra og hamingjuríkara lífi allra þjóða heims. Með félagskveðju, Henry Winston.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.