Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 3

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 3
I? É T T U R 67 rekendastéttarinnar hins vegar, nokkuö jöfn. Valdajafnvægi þetta í þjóöfélaginu birtist í því m. a., að, — eftir misheppnaöa tilraun til harðstjórnar í launamálum með gerðardómslögunum í janúar 1942, — var ríkisvaldinu ekki beitt af harðstjórn í þágu yfirstéttar- innar, þótt hins vegar vélabrögð verðbólgunnar væru iðkuð. Þessu jafnvægistímabili lauk 1959, þegar afturhaldið hannaði vísitölugreiðslu á kaup og tók síðan að nota gengisskráninguna purkunarlaust til kauplækkunar. Engin önnur horgarastétt í Evrópu getur beitt slíku vopni né gerir það svo ábyrgðarlaust sem íslenzka afturhaldið. Ríkisvaldið er með þessari ráðstöfun eigi aðeins gert svívirðilegt kúgunartæki gegn launþegum, 75% þjóðarinnar, held- ur er og öllu þjóðarbúinu, þar með íslenzkum atvinnurekendum, valdið stórtjóni vegna hækkunar á erlendum skuldum. Ofstækismenn borgarastéttarinnar hafa með þessum aðgerðum tekið forustu í vægðarlausu árásarstríði gegn alþýðu, þar sem einskis er svifist, og þegar þeir hafa um leið svikið í landhelgismál- inu og herða á spillingu þjóðarinnar með ofstækisáróðri blaða sinna og undirlægjuhættinum, shr. sjónvarpsmálið, — þá er greini- legt að auðmannastétt íslands hefur, ef hún ekki hverfur frá þess- ari helstefnu, kastað hanzkanum til alþýðunnar. Og alþýcfa íslands á einskis annars úrkostar en taka hann upp og berjast á þeirn vett- vangi, sem borgarastéttin hefur haslað sér í stéttabaráttunni með kúgunaraðgerðunum 1959, 1960, 1961: berjast um ríkisvaldið. Það hlýtur að vera höfnðatriði íslcnzkrar alþýðu á yfirstandandi tímabili, — þcssum og næsta óratug — að nó rikisvaldinu úr hönd- um auðmannastéttarinnar, til þess að geta bcitt þvi í senn i þjónustu þjóðfrelsisins, — sem er fremsta verkefnið ó þessu skciði, — og í þógu vinnandi stéttanna. Launþegar íslands eiga einskis annars úrkostar til þess að bæta varanlega hag sinn í stéttabaráttunni en að taka rikisvaldið í sínar hendur, fyrst auðmannastéttin notar það svona svívirðilega. — Þegar útkljá skyldi launamál verkamanna og atvinnurekenda með vinnudeilum og löggjöf var sett um það mál, var forsendan eðli- lega sú að ríkisvaldið léti þar við sitja, er þessar stéttir höfðu sam- ið. Það sem gerist með gengislækkuninni 4. ágúst 1961, er að aftur- haldið slær taflið um koll með hnefa rikisvaldsins, er það tapar, og segist ekki framar hlíta þeim leikreglum, er giltu í viðureign stétt- unna. Eftir slíkt framferði á alþýðan enga leið til öruggra varan- legra kjarabóta, nema brjóta þetta hnefavald á bak aftur, ná ríkis-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.