Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 5

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 5
H É T T U R 69 tilveru sína sem íslenzk atvinnurekendastétt, á líka heima í þeirri þjóðíylkingu gegn því erlenda auðhringavaldi, sem hyggst nú inn- lima Island í hiS nýja stórveldi sitt undir ægishjálmi auShring- anna þýzku — og traSka undir járnhæl sínum alla sjálfstæSa at- vinnurekendur smárra landa. * ÞaS hefur veriS reynt á undanförnum árum, öSru hvoru, aS mynda einhuga „milli“-fylkingu á milli hins erlenda auSvalds og erindreka þess á Islandi annars vegar og verkalýSshreyfingarinnar hins vegar. — Sögulegasta tilraunin var „HræSslubandalag“ Fram- sóknar- og AlþýSuflokksins 1956. Undirrót slíkra tilrauna er hræSslan viS sósialisma alþýSunnar, (raunveruleg er hræSslan viS áróSursmótt auSvaldsins og grýlurnar, sem þaS býr til!) annars vegar — og viss ótti viS erlenda og innlenda auSvaldiS hins vegar. Ef til vill verSa enn gerSar einhverjar skrípamyndir af slíkum til- raunum. Sögulega séS eru allar slíkar tilraunir fyrirfram dæmdar til aS misheppnast. Þegar ekki er lengur um aS ræSa samstarf milli tveggja höfuSstétta þjóSfélagsins: verkalýSsins og framsækinnar atvinnu- rekendastéttar, eins og var 1944—’47, — þegar ofstæki og harS- stjórnarafstaSa hafa sigraS í atvinnurekendastéttinni og harSstjórn í efnahagsmálum inn á viS og innlimunarstefna út á viS, veriS tekin upp, — þá hlýtur þessum tveim höfuSöflum nútímaþjóöfélags- ins aÖ ljósta saman: harðstjórn og alræði peningavaldsins annars vegar og lýðræði og framfarastefnu alþýöunnar hins vegar. Milli þessara stefna verða menn aS velja — og reikningsskilin eru liú þegar hafin: uppreisnin grefur um sig eigi aðeins í Framsókn, •— þar sem löngun forustunnar til samstarfs við auðvaldið í anda Atlandshafsbandalagsins er mjög sterk, — heldur og í Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokknum. * íslenzkt þjóðfrelsi ó, eins 09 nú er komið, örlög sin undir styrkleik og víðsýni verklýðshreyfingarinnar og skilningi allra annarra góðra Islendinga ó nauðsyn samstarfsins við hana. Völdin í hendur vinnandi stéttanna: verkamanna og starfs- manna, menntamanna og bœnda, — það er brýnasta verkefni íslenzkra stjórnmála á yfirstandandi skeiði. Þetta ríkisvald

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.