Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 25

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 25
ÁSJÓNA VORRA TÍMA Af dökkgráum grunni teygir nakinn vöðvabcrserkur krumlur sína i átt- ina til okkar. A holdrosalitum búknum situr í höfuðs stað Ijósgrár frauð- kenndur steinn. Hendurnar biðja ekki um neitt, hcldur hrifsa: þær eru græðgin einber. Hausinn er sneyddur allri hugsun; þar býr cngin sál og eng- in tilfinning. Þcssi óhugnaður á að tákna eðli auðvaldsins. Þess auðvalds, sem teygir loppur sinar inn í hús hvers fátæks manns hvar sem er í heimin- um og hrifsar til sín lífsviðurværið. Og til þess þurs er þýðingarlaust að mæla né lætur hann við neitt blíðkast, því að hann skilur ekkert og finnur ekkert nema auðinn i lúkum sér. En þær lúkur fá aldrei nóg, og þær ógna tilveru alls mannkyns, ef alþýðan þekkir ekki sinn vitjunartima. Slikur er bylting- arlærdómur þcssarar myndar Siquciross, er hann málaði skömmu eftir siðari heimsstyrjöld.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.