Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 3
R É T T U R
115
og sameinað höföu verkamenn af öllum flokkum í liagsmunabar-
áttunni komið fram verulegum kauphækkunum.
Auðvaldið var í vandræðum. Átti það nú að láta þau verklýðs-
félög, sem voru undir forystu stjórnarflokkanna, vera út undan og
enga hækkun fá, ■—- af því þau höfðu ekki dug til að fara í verkfall,
ef með þurfti og berjast fyrir kjarabótum. Auðvaldið sá hvert slíkt
myndi leiða — og gaf nú Verkainannafélaginu Framsókn og Iðju,
félagi verksmiðjufólks, þá kauphækkun, sem Dagsbrún hafði bari?t
fyrir og knúð fram! — Þrælatök afturhalds- og einræðisklíkunnar
voru að losna.
Bæjarstjórnarkosningarnar urðu alvarleg aðvörun til auðvalds-
ins. Þær sýndu því að ef nota ætti Alþýðuflokkinn svona vægðar-
laust til kaupkúgunar, þá yrði hann ekki lengi að ganga sér til
húðar.
Þcgar vcrkfall járniðnaðarmanna hafði staðið í mánuð, sáu at-
vinnurckendur sitt óvænna og gáfust upp. Samningur var gerður
8. júní um tæp 10% kauphækkun almcnnt, en auk þcss 5% fyrir
þá, sem unnið höfðu 3 ár og 7% % fyrir þá, scm unnið
höfðu 5 ár og lengur. Með þessum samning fengu járn-
iðnaðarmenn meiri kauphækkun cn þeir höfðu samið um í maí-
byrjun, — og einræðisbrölt herranna í Vinnuveitendasambandinu
hafði orðið járnmeisturum til tjóns og til að kenna þeim að hlýða
ekki slikum herrum oftar! En járniðnaðarmenn fundu að hið illa,
sem auðvaldið í Rcykjavík ætlaði að gera þeim, snerist þeim til
góðs fyrir órofa samheldni þeirra sjálfra og traust þeirra á félags-
skap sínum og mætti hins vinnandi manns.
Og nú fyrst var auðvaldið í öngum statt.
Kaupkúgunin, scm framin var í ágúst 1961 mcð ofbeldisiögunum,
var brotin á bak aftur. Og ríkisstjárnin þorði ekki, eftir áminningar
bæjarstjórnarkosninganna, að svara með nýjum kaupkúgunarlögum,
gcngislækkun eða öðru ofbeldi. Slíkt gat stofnað völdum auðmann-
anna í voða svona ári fyrir alþingiskosningar.
En þótt auðvaldið treysti sér ekki til nýrrar ofheldisherferðar
gegn verkamönnum í landi, þá réðst það þó til atlögu á öðru sviði:
gegn sjómönnum. Var það auðsjáanlega gert í trausti þess að auð-
valdið hefði tökin á stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur, þótt sú