Réttur


Réttur - 01.06.1962, Síða 62

Réttur - 01.06.1962, Síða 62
174 R E T T U R stjórn kommúnista í Kerala, sem ríkti í 28 mánuði, og var sett af með valdi. Allan þennan tíma hafði hann yfirgnæfandi meirihluta á sambandsþingi og ríkjaþingum, nema téð tímabil í Kerala. Þjóð- þingsflokkurinn hafði því óvenjulega hagstæðar stjórnmálaforsend- ur innanlands til að framkvæma stefnu sína. Heimsástandið var líka hagstætt fyrir hraða efnahagsþróun ný- frjálsu ríkjanna, þar með Indlands. Stórstígar efnahagsframfarir sósialísku landanna og hjálpfýsi þeirra varð beitt vopn í hendi ríkis- stjórna nýfrjálsu ríkjanna. Þessum löndum varð auðveldara að standast þrýsting heimsveldanna og framfylgja sjálfstæðri stefnu. Uppbyggingarárangur í þungaiðnaði indverska ríkisins er að tölu- verðu leyti að þakka aðstoð Sovétríkjanna og annarra sósíalískra landa. Efling þjóðlcgs otvinnulifs. Þrátt fyrir efnahagstruflanir, sem leiddu af skiptingu landsins, voru efnahagsleg og stj órnmálaleg skilyrði hagstæð fyrir hraðar framfarir. Þetta verður að hafa í huga, þegar ástandið á Indlandi er metið í dag. Þetta ástand sýnir ljóslega möguleika og takmark- anir kapítalískrar þróunar nýfrjálsra ríkja. Vísitala iðnaðarframleiðslu jókst úr 100 árið 1950/1951 í 194 — 1960/1961. Ekki var aðeins um aukningu að ræða, samsetningin breyttist einnig. Byggð voru 3 stáliðjuver og það fjórða er í undirbúningi, öll í ríkiseign. Vélsmíði 16-faldaðist á síðasta áratug, rafmagns- framleiðsla þrefaldaðist. Það fjármagn, sem fest hefur verið í ríkisframleiðslunni, óx úr 660 millj. rúpía í 4.650 millj., en það eru 30% alls fjármagns í iðn- aðinum. Samvinna Indlands við sósíalísku löndin skipli verulegu máli fyrir þróun ríkisframleiðslunnar. í sept. 1960 hafði Indland fengið alls 4.200 millj. rúpíur að láni frá þeim. Þrennt er það við efnahags- aðstoð þessara ríkja, sem aðgreinir hana frá aðstoð heimsveldanna: 1. Lánin renna til framleiðslugreina, sem eru efnahagslegu sjálf- stæði Indlands lífsnauðsynlegar, þ. e. til þungaiðnaðarins fyrst og fremst. 2. Vextir eru afar lágir.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.