Réttur


Réttur - 01.06.1962, Page 8

Réttur - 01.06.1962, Page 8
120 K E T T U K Önnur auðvaldsskröksaga er sú, að mikill gróði sé hrein og skær verðlaun fyrir hæfni og dugnað. En fram til fertugs kunni March hvorki að lesa né skrifa. Hvorki vinna, sparsemi né sérstök þekking átti nokkurn þátt í velgengni hans. Hann beitti aðferðum ræningja baróns til írumstæðrar auðsöfnunar. Karl Marx lýsir þessum aðferðum í „Kapitalinu“. „I hinni raunsönnu sögu er það skjalfest, að hernaðarlegir sigrar, undirokun, rán, morð, í stuttu máli ofbeldi, eiga mestan þáttinn. Ef peningar — samkv. Augier — „koma í heiminn með ættgengar blóðslettur á vanganum“, kemur auðmagnið blóði drifið frá hvirfli til ilja, hlóð drýpur úr hverri holu, það er atað hlóði og skít.“ Borgaralegir og sósíaldemokratiskir hagfræðingar og stjórn- málamenn halda því fram að Marx sé „úreltur“, að nútíma kapítal- ismi sé „meðvitandi um skyldur sínar“, sé orðinn „þjóðfélagslega sinnaður“. Engu að síður sýnir æviferill Juans March að frum- stæðar auðsöfnunaraðferðir eru viðhafðar enn á tuttugustu öldinni, að nafntoguð auðlegð er árangur svika, rána og morða, að slík auðlegð er ötuð blóði og skít. * Juan March fæddist á eyjunni Majorca árið 1882, af fátækum föður kominn. Hann hóf feril sinn sem lítilfjörlegur tóbakssmyglari og tók sér síðar fyrir hendur einnig smygl á hermannarifflum. Hann seldi vopn til uppreisnarinnar í Rif í Spanska Marocco. Frá borg- aralegu sjónarmiði voru það landráð, en mjög ábatasöm landráð. Fyrri heimsstyrjöldin reyndist honum sannkölluð gullnáma. March seldi eldsneyti þýzkum kafhátum í Miðjarðarhafi og hlaut álitlegan gróða. Það var önnur ldiðin á athafnasemi hans. Hin var sú að upplýsa Bandamenn um, hvar þeir gætu fundið kafbátana. Það var ekki síður ábatasamt. Hann fékk eina milljón íranka (þá um 200 þúsund dollara) fyrir hvern kafbát sem var sökkt að ábend- ingu frá honum. Hann lék sér einnig að sjóslysum. Hann keypti skip, vátryggði þau hátt til flutninga á vörum til liafna Bandamanna, síðan gaf hann Þjóðverjum upplýsingar um hvar þeir gætu hitt þau fyrir og sökkt þeim. Á eftir hirti hann tryggingarféð. Sú staðreynd angraði hann ekki vitund, að hann sendi spanska sjómenn í opinn dauðann. Eitt sinn rak hann skipstjóra, sem hafði vikið af þeirri leið er hann lagði honum, og komizt heilu og höldnu í höfn Bandamanna.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.