Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 45
RETTUR
157
HöfuSorsök fasistahættunnar er sem sé AlsírstríSið. Það og önn-
ur nýlendustríð, sem Frakkar hafa háð síðan 1946, hefur búið í
haginn fyrir liðsmenn, foringja og hugmyndakerfi fasismans.
Þessi ferill er auðsær að því er snertir mikinn hluta þeirrg Alsír-
búa, sem eru af evrópsku bergi brotnir. Kynþáttahatrið og þjóð-
ernisrembingurinn — þessir fylgifiskar nýlendustefnunnar — hafa
magnazt af ólta þeirra við að missa sérréttindi sín í viðureigninni
við heila þjóð, sem berst fyrir írelsun sinni.
En hvað sem Alsírstríöinu líður virðist mér sæði fasismans fólgið
í sjálfu eðli ríkiskapítalismans. AS vísu hefur hvert stéttavald —
jafnt lénsskipulagið sem auðvaldsskipulagið í öndverðu — þurft
að taka málaliða á leigu frá öðrum stéttum. En yfirstéttirnar hafa
a.m.k. lagt til yfirmennina að stjórna kúgunartækjum sínum. Aftur
á móti hvílir ríkiskapítalisminn á svo þröngum þjóðfélagsgrund-
velli, að hann hefur jafnvel ekki séð hernum, lögreglunni o. s. frv.
fyrir yfirmönnum úr sínum eigin herbúöum. Alþjóðaeðli hans er
orðið svo augljóst eftir stofnun NATO og Efnahagsbandalagsins,
að honum er ógerningur að afla málaliðum sínum svo mikið sem
sýndarréttlætingar í nafni föðurlandsins. Ríkisvald einokunarhring-
anna þarfnast málaliða, „atvinnuhers, sem er nógu hernaöarsinn-
aður til að berjast án þess að skeyta nokkru um má!staÖinn“ (de
Gaulle: Atvinnuher framtíðarinnar). Það hyggst afla sér lians ?neð
því að innræta æskunni ást á æfintýramennskunni, dýrkun á „ofur-
menninu“. „Slagsmálin, það á nú við mig“ stóð á einni auglýsingu,
sem stjórn 4. lýðveldisins birti til liösöflunar fallhlífahermanna!
Á þessu stigi ríkiskapítalismans, þegar heimsvaldastefnan er á
hverfanda hveli, hefur AlsírstríðiS vafalaust verið aðaluppspretta
fasistaaflanna. En hinu má ekki gleyma, að það eru ekki einungis
nýlenduauðvaldið í Alsír og uppreisnarseggirnir í hernum, sem
hafa haft forgöngu um að mynda fasistanetin á Frakklandi.
Fyrir utan nýfasistana í Pentagon hafa eftirlegukindur striðs-
áranna og samherjar þýzku nazistanna einnig farið á kreik. Þeir
söfnuðust kringum Poujade þegar hann vann sinn fyrsta sigur, og
mynda nú söfnuðinn kringum fasistablaðið Rivarol. Það er vitað
mál, að margir þeirra starfa ekki af sjálfsdáðum, heldur hafa þeir
náið samband við samtök gamalla SS-manna á V-Þýzkalandi, HIAG,
sem lýtur stjórn stríðsglæpamannsins Lammerding. Hundruð gam-
alla ,.franskra“ SS -manna hafa tekið þátt í mótum þessara samtaka
á Þýzkalandi.