Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 57
R É T T U lí
169
nefndri grein sinni að árið 1958 hafi lifskjör sovézkra verkamanna
byggst að þrem fjórðu lilutum á vinnulaunum og að einum fjórða
á margvíslegum greiðslum úr opinberum sjóðum.
Þessar greiðslur hafa farið vaxandi: 1958 lagði ríkið fram 21,5
milljarð nýrra rúblna til þessara mála, árið 1960 24,4 milljarð og
árið 1965 verður þessi upphæð komin upp í 36 milljarða sem þýðir
að í hlut hvers vinnandi manns koma um 380 rúblur. í uppbygg-
ingaráætlun kommúnismans er gert ráð fyrir því að hlutur þessara
greiðslna í búreikningi hverrar fjölskyldu muni fara sívaxandi. Þá
er talað um að opinberar greiðslur til barnauppeldis muni sívaxa,
um ókeypis máltíðir á vinnustað, um ókeypis Jiúsnæði, um afnám
fargjalda á innanbæjarleiðum. Margt er talið mæla með því að
lífskjör séu látin hatna einmitt með þessum liætti en ekki aðeins
með beinum kauphækkunum eða verðlækkunum. Með þessu móti
verða heimilisstörf miklu léttari og auðveldari, áhyggjur af börn-
um og matseld sýnu minni en verið Jiefur og konum þar með að
fullu tryggt efnahagslegt jafnrétli við karlmenn. Þessi leið er einnig
talin lieppileg vegna þess að láglaunað fólk og — eða -— barnmargt
nýtur uinfram aðra menn góðs af opinberum sjóðum, og þannig
er flýtt fyrir auknum jöfnuði lífskjara. Þar að auki er bent á það,
að ldutdeild manna í greiðslum úr opinberum sjóðum er meira og
minna óháð því starfi sem menn liafa með höndum — um leið og
einhver þjónusta er veitt alveg ókeypis kemur liún öllum jafnt til
tekna. Þar af leiðandi er hér verið að stíga fyrstu skrefin til komm-
únistískrar skiptingar lífsgæðannaa: mönnum er úthlutað eftir
þörfum.
Vegur verkalýðsfélaganna vex eftir því sem opinberir sjóðir
verða þyngri á metunum, því þeim eru einmitt ætluð margvísleg
skipulags- og stjórnarstörf í sambandi við þessa þróun.
Næstu verkefni. Lokaorö.
Solovjof, ritari Verkalýðssambands Sovétríkjanna, liefur sagt
mér frá helztu verkefnum sem samtökin þurfi að glíma við í náinni
framtíð.
Eitt helzta vandamál okkar er, segir hann, að auka álirif verka-
lýðsfélaganna á stjórn framleiðslunnar. Nú eru í mörgum fyrir-
tækjum starfandi svonefndar „stöðugar framleiðsluráðstefnur“ þar
sem starfsmenn ræða tillögur um umbætur á tækniútbúnaði eða
cndurbætur á skipulagningu. Aætlað er að efla þessar ráðstefnur