Réttur


Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 7

Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 7
EUGENE VARGA: Einn ræningjabarón tuttugustu aldarinnar Juan Alberto March dó á Spáni í s.l. mánuði og fékk iilkomu- mikla útför. Maður þessi skipulagði og kostaði gagnbyltingu falang- ista gegn spánska lýðveldinu. Ekkjur og föðurleysingjar manna þeirra, sem börðust og dóu fyrir frelsi Spánar, þeirra sem drepnir voru í fangabúðum Francos, þær þúsundir sem auðjöfur þessi hefur dæmt til örbirgðar, bölva nafni hans. Að áliti hinna afturhaldssömustu lét March eftir sig 335 milljónir dollara.*) Samt hóf hann göngu sína sem bláfátækur maður. Hvernig auðgaðist hann? Áróðursmenn auðvaldsins, talsmenn „hins frjálsa framtaks" hafa einfalda skýringu á takteinum: Verkamaðurinn verður að vinna af kostgæfni og leggja allt sem hann vinnur sér inn í banka, þar til hann hefur sparað svo mikið að hann geti byrjað á eigin spýtur. Þetta er hin sígilda skröksaga um fátæka manninn sem verður ríkur. Juan March vann aldrei heiðarlegt handtak. Og þó hann hefði unnið af kostgæfni og lagt hvern skilding launa sinna í banka, hversu miklu hefði hann safnað? Vér höfum ekki ábyggilegar heimildir um árslaun verkamanna á Spáni. Vér vitum að árið 1958 voru þjóðartekjur Spánar 438000 milljónir peseta. Meðaltal á íbúa verður um 15000 pesetar — en þá eru meðtaldir fjármálamenn og stórjarðaeigendur engu síður en skrifstofufólk, bændur og verkamenn. Gerum ráð fyrir að March, sem kunni enga iðn og var menntunarlaus maður, hefði lagt sinn hlut í banka. Það hefði tekið liann mörg þúsund ár að safna einni milljón dollara. *) Allar staðreyndir um æviatriði March eru teknar úr æviminningum um hann, sem komið hafa í auðva/ds-blöðum, einkum úr grein í Newsweek (19. marz), en það er amerískt blað sem aldrei hefur verið grunað um úvingjarn- legar skoðanir í garð auðvaldsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.