Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 7
EUGENE VARGA:
Einn ræningjabarón
tuttugustu aldarinnar
Juan Alberto March dó á Spáni í s.l. mánuði og fékk iilkomu-
mikla útför. Maður þessi skipulagði og kostaði gagnbyltingu falang-
ista gegn spánska lýðveldinu. Ekkjur og föðurleysingjar manna
þeirra, sem börðust og dóu fyrir frelsi Spánar, þeirra sem drepnir
voru í fangabúðum Francos, þær þúsundir sem auðjöfur þessi hefur
dæmt til örbirgðar, bölva nafni hans.
Að áliti hinna afturhaldssömustu lét March eftir sig 335 milljónir
dollara.*) Samt hóf hann göngu sína sem bláfátækur maður.
Hvernig auðgaðist hann?
Áróðursmenn auðvaldsins, talsmenn „hins frjálsa framtaks" hafa
einfalda skýringu á takteinum: Verkamaðurinn verður að vinna af
kostgæfni og leggja allt sem hann vinnur sér inn í banka, þar til
hann hefur sparað svo mikið að hann geti byrjað á eigin spýtur.
Þetta er hin sígilda skröksaga um fátæka manninn sem verður ríkur.
Juan March vann aldrei heiðarlegt handtak. Og þó hann hefði
unnið af kostgæfni og lagt hvern skilding launa sinna í banka,
hversu miklu hefði hann safnað?
Vér höfum ekki ábyggilegar heimildir um árslaun verkamanna
á Spáni. Vér vitum að árið 1958 voru þjóðartekjur Spánar 438000
milljónir peseta. Meðaltal á íbúa verður um 15000 pesetar — en
þá eru meðtaldir fjármálamenn og stórjarðaeigendur engu síður en
skrifstofufólk, bændur og verkamenn. Gerum ráð fyrir að March,
sem kunni enga iðn og var menntunarlaus maður, hefði lagt sinn
hlut í banka. Það hefði tekið liann mörg þúsund ár að safna einni
milljón dollara.
*) Allar staðreyndir um æviatriði March eru teknar úr æviminningum um
hann, sem komið hafa í auðva/ds-blöðum, einkum úr grein í Newsweek (19.
marz), en það er amerískt blað sem aldrei hefur verið grunað um úvingjarn-
legar skoðanir í garð auðvaldsins.