Réttur


Réttur - 01.06.1962, Side 54

Réttur - 01.06.1962, Side 54
166 K E T T U II En hvað um deilur, sem upp kunna að koma? Verkalýðsfélögin hafa það verkefni að gera — á grundvelli vinnu- löggjafarinnar — árlega heildarsamninga við stjórnir fyrirtækjanna um réttindi og skyldur verkamanna, og þau hafa eftirlit með því að þessir samningar séu haldnir. Komi upp deilur milli fyrirtækis og verkalýðsfélags — eða einstakra meðlima þess — um íúlkun samninga, samningsbrot, óréttmæta skiptingu premíu eða annað þess háttar, þá skal málinu fyrst skotið lil nefndar sem að hálfu er skipuð fulltrúum verkalýðsfélagsins og að hálfu fullLrúum fyrir- tækisins. Ef ekki næst samkomulag þá skal málið tekið fyrir í hér- aðsnefnd verkalýðsfélaganna. Ef í öll skjól fýkur kemur málið fyrir alþýðudómstól. Ekki skal ég fullyrða neitt um hve vel þetta kerfi virkar, hvort réttlætið sigrar alltaf. Kerfið er í sjálfu sér virðingar- vert, en auðvitað er alltaf mikið undir mönnum sjálfum komið, hvað þeir eru ötulir og harðsnúnir málafylgjumenn. Ég slæ þennan varnagla einnig vegna þess, að vegur verkalýðsfélaganna var minni áður en nú, og því eru mjög líklegir árekstrar milli stjórnenda af gamla skólanum og verkalýðsfélaga,*) og hlýtur þá mikið að velta á því að menn kunni að standa fyrir máli sínu. Vinnutími. Eitt af helztu verkefnum sovézkra verkalýðsfélaga síðustu tvö— þrjú árin var í því fólgið að taka þátt í undirbúningi og framkvæmd styttingu vinnutímans. Nú er þessi breyting um garð gengin og lögfest. Vinnutími er nú sjö stundir, sex stundir fyrir frídaga og helgi- daga. Fólk í mjög erfiðri eða óhollri vinnu vinnur sex stundir. IJar sem vaktavinna er viðhöfð skal á næturvöktum ekki unnið meir en sex stundir. Unglingar 16—18 ára liafa sex stunda vinnudag, ung- *) Dæmi: Forstjóri verksm. Elektrosíla í Leníngrad víkur ekki vel heil- brigðri konu úr vinnu undir því yfirskyni „að hún sé óhæf til starfs“. Verka- lýðsfélagið mótmælti og fékk sitt fram. Forstjóri íþróttatækjaverksmiðjunnar í Leníngradhéraði skipaði svo fyrir að unnið skyldi 9 stundir á dag, og einnig frídaga, — honunt lá eitthvað á ineð að hyggja við fyrirtækið. Eftir- vinna er að vísu leyfð, en aðeins vissan stundafjölda, og það með sérstakri undanþágu frá verkalýðsfélaginu. Upp kom deila, sem lauk svo með ósigri forstjórans. Dæmin eru tekin úr grein í „Trúd“, málgagni verkalýðsfélaganna, um þá forstjóra sem álíta „að lögin séu ekki skrifuð fyrir þá“.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.