Réttur


Réttur - 01.06.1962, Síða 31

Réttur - 01.06.1962, Síða 31
R É T T U R 143 Það vor stórhugur Sósialistatlokksins og vald vcrklýðshreyfingar- innar, sem ótti drýgstan þótt í þcim umskiptum, sem þó urðu í islenzku þjóðlifi: Hraðri þróun fró fótæklegum framleiðsluhóttum staðnaðs hólfnýlendustigs til hóþróaðra framleiðslutækja í sjóvar- útvegi og iðnaði, er lögðu tæknilega grundvöllinn að þjóðfélagi Islands siðustu tveggja óratuga. Með mætti verklýðssamtakanna undir pólitískri leiðsögn Sósíalistaflokksins var gerð sú lífskjara- bylting ó órunum 1942—47, sem gerbreytti lifskjörum Islendinga og skóp því fólki, sem nú vex upp, svo ólikar aðstæður þeim, cr ríktu ó krepputímunum, að æskan nú fær vart trúcð þeim mun, sem er ó lifskjörum kynslóðanna tveggja. Þá var það ameríska auðvaldið, sem hóf aðgerðir sínar gagnvart íslandi, til þess að gera land vort sér undirorpið sem herstöð og efnahagslega nýlendu, þar sem amerískt bankavald réði efnahags- stefnu og sérstaklega kaupgjaldi og gróðamöguleikum og amerískt hervald utanríkismálum. Og eins og verzlunarauðvaldið hafði fyrr- um verið einn helzti bakhjarl danska valdsins á Islandi, svo varð það og nú aðalfulltrúi amerískrar yfirgangsstefnu og Morgunblaðið, stofnað af dönskum heildsölum, aðaláróðursmálgagn hennar. Is- lenzk burgeisastétt hafði aldrei verið sérstaklega þjóðleg og þáttur hennar í sjálfstæðisbaráttu vorri var ætíð lítill. Þar höfðu bændur og menntamenn borið hita og þunga dagsins af baráttunni við danska valdið. Og nú, í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu, þegar verka- menn og menntamenn höfðu forustuna í frelsisbaráttunni við amer- íska auðvaldið, þá var það helzt meðal útvegsmanna og iðnrekenda að þjóðlegrar afstöðu varð vart hjá burgeisastéttinni, en verzlunar- auðvaldið gerðist sem fyrr helzti hvatamaður hinnar endurbornu nýlendustefnu, sem undir yfirskini „frjálsrar verzlunar“ átti að stöðva þróun íslands til efnahagslegs sjálfstæðis. í þessari hagsmunabaráttu fyrir erlent auðvald tengdist verzlunar- auðvald Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins i helminga- skiptastjórninni 1949 til 1956. Olíufélög Framsóknar og íhalds stóðu saman um svindlið og gróðann, „verktaka“-félög íhalds og Framsóknar skiptu á milli sín ofsagróðanum af hernámi landsins og þjónustu við hernámsliðið, — umboðsmennskan fyrir erlenda auð- hringa setti mark sitt á þá stjórn, sem í 7 ár keypti engan iogara en 5000 bíla til landsins. Og allt þetta skeið hafði Framsóknarfor- ustan þann hátt á að „tjalda rauðu“ fyrir hverjar kosningar, iil þess

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.