Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 76
188
K E T T U R
Verðhrunið á kauphöllum New York er eitt tákn þess sífellda
kreppuástands, sem rikir í auðvaldsskipulagi Bandaríkjanna, —
og máske um leið forboði þess að dollarinn muni falla.
Auðvaldið ottast sjálfvirknina.
Mesta tæknihylting mannkynsins er að gerast: Sjálfvirknin að
komast á í framleiðslukerfinu. Nú þegar geta risið sjálfvirkar verk-
smiðjur, þar sem maðurinn stjórnar öllu með því að styðja á nokkra
takka og lesa af nokkrum töflum.
Hvernig gengur auðvaldsskipulaginu að hagnýta þessa tækni, sem
létt getur þrældómnum af mönnunum?
Látum helzta auðvaldsblað heimsins, The Times, svara. 30. janúar
1962 segir blaðið þetta um skýrslu sjálfvirkninefndar Bandaríkj-
anna um málið:
„hegar krufin eru til mergjar áhrif þau, sem víðtæk notkun rafreiknivcla
og sjálfvirkni myndi hafa, kemur í ljós að skapazt gæti víðtækt atvinnuleysi
og órói í Irjóðlífinu, sem myndu veikja alvarlega grundvöll frjáls Jjjóðfélags
.... Atvinnuleysið yrði mjög mikið í starfsmannastéttinni og í þjónustugrein-
um sem og í verksmiðjuiðnaði .... Menn gera sér litla von um að geta æft
til nýrra iðngreina þá verkamenn, er atvinnulausir verða .... Enginn hefur
alvarlega lagt til livað kenna ætti hinum atvinnulausu í þjónustustarfsgrein-
unum að vinna .... Allsnægtahorn afurða sem framleiddar eru með sjálf-
virkni .... vandamál -— Opinber atvinnuhótavinna er álitin sjálfsögð lausn,
en skýrslan álítur slíkt ekki vel fallið til að varðveita anda efnahagskerfis
auðmagnsins.“
Auðvaldið stendur ráðalaust og hrætt frammi fyrir þessari furðu-
tækni mannsandans, — líkt og aðallinn forðum gagnvart gufuaflinu
og rafmagninu. Þess vegna er þetta þunglyndi og svartsýni.
En sjálfvirknin cr lyftistöng sameignarþjóðfélagsins.
En alþýðan í ríkjum sósíalismans fagnar sjálfvirkninni. Hún
boðar allsnægtir, styttri vinnudag, meira frí og frelsi til að sinna
hugðarmálum.
Menn æltu að lesa hina fagnandi lýsingu á víðtækri sjálfvirkni
framleiðslunnar, sem stefnuskrá Kommúnistaflokks Sovétríkjanna
boðar á næstu 20 árum (Sjá þar bis. 71 og áfram!). Og í krafti
þessarar sjálfvirkni meðal annars styttist vinnudagur allra vinnandi
manna í Sovétríkjunum á næstu 10 árum niður í 30—35 stunda