Réttur


Réttur - 01.06.1962, Page 59

Réttur - 01.06.1962, Page 59
R É T T U U 171 anir til kunningja, um mútuþægni og aðra leiÖinlega hluti sem Majakovskí mundi segja að tefðu „hina kátu gönguför til kommún- ismans“. Enginn veit með vissu hve alvarlegt þetta vandamál er því það er ekki hægt að setja það upp í skýrsluformi, en ég nefni það hér til að minna á það að hvert framfaraspor er mörgum vanda bundið. En hvort sem við teljum upp lengur eða skemur það sem í þessa grein vantar: ég vona að hún gefi nokkra hugmynd um það hve þýðingarmiklu hlutverki verkalýðsfélög Sovétríkjanna hafa að gegna í því starfi sem fólkið í landinu vinnur til að skapa sér gnægðir lífsgæða. Menn deila um sósíalistískt lýðræði — er það ekki öðru fremur fólgið í virkri og meðvitaðri þátltöku alþýðunnar í skipulagningu og starfi í þágu almennra framfara? Vegur þessa lýðræðis er að verulegu leyti háður því, hve vel verkalýðsfélög sinna hlutverki sínu. Því eru þau tíðindi sem spyrjast af auknum réttind- um og aukinni starfsemi verkalýðsfélaga í Sovétríkjunum ágæt staðfesting þess að landið er á réttri leið. Ilelztu heimildir: O. Júrovitskí: Efnahagslegir og siðferðilegir hvatar sósíal- istískrar framleiðslu. Kommúnist, n. 12, 1960. — V. Olsjanskí: A leið til kommúnistískrar skiptingar lífsgæða. Kommúnist n. 17, 1959. — Osnovi zak- onodatelstva o trúdé (Grundvallaratriði vinnulöggjafar) Sotsíalistítsjéskí trúd. n. 10, 1959. — K. Petkévítsj: Ný tækni — ný launagreiðsluform. — Ekonom- ítsjéskaja gazéta. II sept. 1961. — B. Súkharévskí: Vinnudagur og vinnulaun í Sovétríkjunum. Kommúnist, n. 3, 1960. -— Dagbl. Trúd. 4. okt. 1961, „Með einum pennadrætli". -— Viðtal við Solovjov, ritara Verkalýðssambands Sovét- ríkjanna.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.