Réttur


Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 63

Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 63
R E T T U R 175 3. Endurgreiðsluna þarf ekki að inna af hendi í erlendum gjaldeyri, heldur í indversku fé eða indverskum vörum. Gagnstætt þessu renna lán heimsveldanna til iðnaðar, sem minni þýðingu hefur, vextir eru hærri og endurgreiðsla verður að fara fram í erlendum gjaldeyri. Þar sem verzlunarjöfnuður Indlands er óhagstæður, verður stöðugt að taka ný lán til að standa í skilum með vexti og afborganir. Skuld við USA nemur nú 16.000 millj. rúpía. Heimsveldin og efnahagsstofnanir þeirra, svo sem Alþjóðabank- inn, höfðu aldrei áhuga á iðnvæðingu Indlands. Fyrir rúmum ára- tug, þegar indverska stjórnin fór fram á aðstoð bankans til að hefja framleiðslu eimreiða, var þvertekið fyrir hana. Hagstæðara væri fyrir Indland að kaupa eimreiðir frá Kanada og fleiri löndum. — Nú eru smíðaðar'allt að 200 eimreiðum á ári í Chittaranjan- verksmiðjunum, og byrjað er að framleiða rafreiðar. Enn fremur gerðu Vesturveldin hvað þau gátu til að koma í veg fyrir járn-, stál- og þungavélaframleiðslu á Indlandi. Fyrst eftir að Sovétríkin buðu fram fjárhags- og tækniaðstoð við byggingu Bhilai-stáliðjuversins, samþykktu Bretland og V-Þýzkaland að veita lán og tækniaðstoð til stáliðjuveranna í Durgapur og Rourkela. Bæði standa að gæðum Bhilai-verinu langt að baki. Sérstaklega þóttu v-þýzkir sérfræðingar í Rourkela hafa mikið sleifarlag á vinnu sinni, enda urðu um það mikil blaðaskrif á Indlandi. En viðleitni heimsveldanna var ekki einskorðuð við efnahagslífið. Sérstaklega lögðu Bandaríkjamenn sig fram um að fá Indland í hernaðarbandalag með sér. Með það takmark í huga reru þeir undir í deilu Indlands og Pakistans og hvöttu stjórnendur Pakistans til herskárrar afstöðu til Indlands. Takmark hinnar umfangsmiklu hernaðaraðstoðar USA við Pakistan var ekki einungis að koma upp herstöðvum gegn sósíalistísku löndunum, heldur líka til að þrýsta að Indlandi, reyna að flækja landið í vígbúnaðarkapphlaup og neyða það til að falla frá hlutleysis- og friðarstefnu sinni. Baráttu- aðferðir USA hafa verið misjafnar, en takmarkið það sama. Auk frekari uppbyggingar í grunniðnaðinum er uppgangur í landbúnaði brýn nauðsyn. Næstum helmingur þjóðartekna í land- inu myndast í landbúnaði og 70% þjóðarinnar hafa fram- færi sitt af honum. Undir hrezkri stjórn jókst landhúnaðarfram- leiðslan raunverulega ekkert síðan um síðustu aldamót, en íbúum fjölgaði um 38% á sama tíma. Indland breyttist úr matvælaútflutn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.