Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 68
180
R E T T U R
haldsafl í þjóðmálunum. Þeir vilja laða erlent fjármagn til lands-
ins og skapa heppilegt andrúmsloft“ fyrir vestræna „efnahagsað-
stoð“, m. a. með því að móta indverska utanríkisstefnu meira cn
raun ber vitni eftir vestrænum óskum.
Auðhringarnir ráða yfir stærstu blöðum landsins. Þeir hafa vel
færa fulltrúa í Þjóðþingsflokknum, á þinginu og í stjórninni. Sú
hætta er fyrir hendi, að þeir nái undirtökunum á ríkisvaldinu og
breyti ríkisframleiðslunni í vopn gegn alþýðunni.
Hin gífurlega samþjöppun valds í höndum eins flokks, samfara
samþjöppun auðæfanna á fárra hendur, liefur fætt af sér spillingu
sem snertir öll svið þjóðlífsins.
ÞingræSið í hættu.
Sterkir aðilar innan ríkisvaldsins óttast, að það þingræði sem í
landinu ríkir kunni að flýta fyrir vexti og viðgangi kommúnista-
flokksins. Þeir vilja skerða þetta þingræði á þeirri forsendu, að
það ýti undir sundrung og klofningstilhneigingar. Sumir halda því
fram að þingræðið henti alls ekki Indlandi. I þeim mæli sem stétta-
átök auðvaldsþjóðfélagsins vaxa og óánægja alþýðunnar með ríkis-
valdið eykst, í sama mæli styrkjast einræðisöflin og einræðishættan.
Samsetning ríkisvaldsins dregur ekki úr þessari hættu, heldur
þvert á móti. Bretar byggðu það upp til að þjóna hagsmunum sín-
um, og völdu embættismenn úr yfirstéttunum, ekki sízt frá léns-
aðlinum. Þelta tæki var ekki eyðilagt við frelsun Indlands, eins og
gert var í þeim Asíulöndum, sem Japanir hernámu í stríðinu, heldur
tók Þjóðþingsflokkurinn það óbreytt í sína þjónustu, þegar hann
kom til valda. Sumir herforingjanna væru ekki fráhverfir því að
gegna sama hlutverki á Indlandi og Ayub Klian í Pakistan. Vænta
má, að þessar afturhaldstilhneigingar komi enn skýrar í Ijós þegar
Nehru hverfur af sjónarsviðinu.
Og ríkisvaldið viðhefur engin vettlingatök þegar alþýðan ber
fram kröfur sínar. Það sýndi sig 1960 í verkfalli hálfrar millj. opin-
berra starfsmanna. 15 þús. bændur voru handteknir í Madras-ríki,
þegar þeir kröfðust uppskiptingar jarða. 80 manns voru drepnir og
200 særðir, þegar lögreglan í Bengal skaut á kröfugöngu gegn mat-
vælastefnu stjónarinnar. Fleiri dæmi mætti nefna.
Reynsla Indlands sannar, að hin þjóðlega borgarastétt veldur
ekki til fulls verkefnum borgaralegu lýðræðisbyltingarinnar. Ann-
íirs vegar berst hún gegn erlendum heimsveldum og innlendu ]éns-