Réttur


Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 42

Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 42
154 RETTdK marchés) og öðrum sölufyrirtækjum, sem stóru verzlunarbankarnir eiga aðild að: Indókínabankinn, banki Parísarsambandsins o. fl., að ógleymdum herra Chalandon í UNR. Aðstoð við auðfélögin. Gaullistastjórnin hefur veitt auðfélögunum nýjar skattaívilnanir. Enn fremur var gengisfellingin hin mesta gróðalind fyrir banka- auðvaldið jafnframt því sem hún hefur gert frönsku einokunar- hringjunum kleift að bæta samkeppnisaðstöðu sína á erlendum mörkuðum í bili. Hún hefur síaukið fjárfestingar í hergagnaiðnaðinum, sem afla einokunarhringjunum álitlegs gróða. Smíði kjarnasprengjanna er líka vatn á myllu þeirra, því námu-, málmbræðslu, efna- og flug- vélaiðnaðurinn er undir handarjaðri bankaauðvaldsins. Enn mætti nefna fj árfestingarstyrki og -lán, sem hún hefur veitt auðhringunum. Einkum ber að leggja á það áherzlu, að ríkið hefur aldrei greitt fyrir samþjöppun auðmagnsins á jafn kerfisbundinn hátt og síðan 1958. Við höfum séð hér að framan, hvernig það hefur ráðizt á miðstéttirnar í búnaðinum og verzluninni. En það hvetur jafnframt fyrirtækin til að rugla reytum sínum og bræða sig saman með því að veita þeim Ián við lágum vöxtum. Gaullistastjórnin hefur eflt herinn og lögregluna eins og harð- stjórna er vandi. Hún hefur reynt að skerða verkfallsréttinn, funda- og kröfugöngufrelsið. Hún hefur veizt að prentfrelsinu, gert blöð, tímarit og jafnvel bækur upptækar. Hún hefur leitazt við að gera þjóðina afskiptalausa um stjórnmál, uppræta lýðræðishefð hennar með persónukosningum, auglýsingaferðum forsetans og einhliða notkun sjónvarps og útvarps í sína þágu. Hún leitast við að efla efahyggjuna og slæva dómgreind fólks- ins. Þess vegna hefur hún veitt kaþólsku skólunum ríflega styrki, ráðstafað sjóðum ríkisins í þágu trúaráróðursins, meðan ríkisskól- arnir standa með tvær hendur tómar. Hún hefur skert réttindi sveita- og bæjarlaganna, Jj.e.a.s. höggvið að þeim rótum sem þroska stjórnmálavitund fólksins, því það er á vettvangi bæjarfélagsins, sem hin hlutlægu vandamál krefjast úr- lausnar og neyða menn til að velja. A þessu sviði er naumast við öðru að búast af því persónuvaldi, sem holdgast í hershöfðingjanum de Gaulle.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.