Réttur


Réttur - 01.06.1962, Síða 29

Réttur - 01.06.1962, Síða 29
R É T T U R 141 innar, sem gerir sér ljóst að á valdi og ofbeldi verður arðrán auð- valdsins að byggjast, Jjegar allt um Jarýtur. Barátta burgeisastéttarinnar fyrir ríkislögreglu, vopnuðum yfir- stéttarher, var eitt helzta „hugsjóna“-mál hennar þá. Með hgrðfylgi Alþýðuflokksins á árunum 1923 og síðar, og atfylgi Framsóknar, tókst ]dó að koma í veg fyrir fyrstu tilraun hinnar nýju yfirstéttar á Islandi til Jress að skapa sér stéttarher og innleiða á ný vopnaburð á landi voru. Fjandskapur burgeisastéttarinnar gegn mannréttindakröfum alþýðu sýndi hve glórulaus þröngsýni réð í bardagaaðferðum borg- arastéttarinnar á þeim tíma, áður en hún lærði lýðskrumið af naz- istunum síðar meir — og sá hvað betur hentaði í nútíma Jjjóðfélagi. íhaldsflokkur burgeisastéttarinnar barðist þá gegn afnámi sveita- flutninganna, þessari svívirðingu, er var brennimark á íslenzku þjóðfélagi fram til 1934. ❖ Þegar Framsókn og AlJjýðuflokkurinn náðu meirihluta á Aljoingi 1927 og fyrsta Framsóknarstjórnin var mynduð, vöknuðu þær vonir hjá ýmsum, líka í röðum Framsóknar, að nú hefðu „völdin verið tekin af herrum auðvaldsskipulagsins“ og fengin í hendur vinnandi stéttunum. Þær vonir brugðust og í fyrstu byljum auðvaldskrepp- unnar féll sú stjórn. Islenzkt Jjjóðfélag fékk nú að kenna á lögmálum auðvaldsskipu- lagsins: Kreppan mikla, sem skall yfir landið 1931 og sýndi ís- lendingum afleiðingar auðvaldsskipulags í allri sinni nekt, olli stöðvunum, atvinnuleysi, verðfalli: eymd og hungri hjá alþýðu, gjaldjiroti hjá burgeisum. En úllenda auðvaldið, — brezku bank- arnir og auðhringarnir — hertu helgreiparnar um Island. íslenzk burgeisastétt var samt söm við sig: Miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins hafði ákveðið 1932 að nota neyðina til að hefja allsherjar- kauplækkun. Það skyldi byrjað á atvinnuleysingjunum, sem áttu að draga fram lífið á einnar viku atvinnubótavinnu á mánuði. Undir forustu Kommúnistaflokksins og vinstra arms Alþýðuflokksins var þeirri níðingslegu árás hrundið 9. nóvember 1932. Auðvaldskreppan gerði íslenzka úlgerð gjaldþrota. Framsóknar- flokkurinn kom í veg fyrir að voldugustu auðvaldsfyrirtækin yrðu gerð upp, þegar vinstri armur Alþýðuflokksins krafðist J)ess. Skulda- fjölrarnir tengdu saman fésýslufyrirtæki Jjessara íveggja fésýslu-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.