Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 30
142
R E T T U R
flokka og í krafti þeirra fjötra var „þjóðstjórnin“ mynduð 1939.
Hægri menn Alþýðuflokksins ákváðu að lafa aftan í henni, unz
þeim var sparkað með setningu gerðardómslaganna í janúar 1942.
Þá þoldi Alþýðuflokkurinn enn ekki samábyrgð um svo opinberan
ránskap og kúgun.
*
Arið 1942 urðu mestu umskipti í íslenzku þjóðlífi, sem orðið
hafa ó þcssari öld.
Framsókn og Sjólfstæðisflokkurinn hugðu sig hafo róð allra lands-
manna i hendi sér, tveir stærstu flokkar Alþingis, — og reiddu hótt
til höggs. Burgeisastétt landsins eygði nú gróðovon sér til handa og
hugðist lóta alþýðu búa við sömu eymdina og fyrr. Afturhaldið réð
i Framsókn og lciddi þann flokk til algcrrar þjónkunar við auðvaldið
í gerðardómsaðförinni að alþýðu: Oll kauphækkun var bönnuð að
viðlagðri fangelsun stjórncnda verklýðsfélaga og upptöku sjóða
þeirra, — nema ríkisstjórnarnefnd leyfði hækkun.
Þó reis verkalýður Islands upp undir forustu Sósíalistaflokksins:
Hrófatildur kaupkúgunarflokkanna hrundi í skæruhernaði einhuga
alþýðu. Kúgunarstjórnin klofncði. Vald olþýðunnar i sameinuðum
verklýðsfélögum og cinhuga, frjólsu Alþýðusambandi birtist sem
sterkasta valdið í þjóðlífi Islands. Einræðisbrölti burgeisastéttarinnar
var hnekkt. Valdajafnvægi hófst milli höfuðstétta þjóðarinnar, ol-
þýðu og auðmannastéttar, sem setti mcrk sitt ó íslenzkt stjórnmóla-
lif ó næsta skeiði íslandssögunnar.
Raunsæjustu leiðtogar Sjálfstæðisflokksins urðu fyrri til að átta
sig á hinum nýju valdahlutföllum í íslenzku þjóðfélagi en valda-
menn Framsóknar. Þess vegna gerði meirihlutinn í þingflokki Sjálf-
stæðisflokksins sér það ljóst haustið 1944 að ekki var unnt að
stjórna landinu gegn verkalýðnum, — þegar hins vegar foringjar
Framsóknar buðu íhaldinu 3. okt. 1944 að mynda með því kaup-
lækkunarstjórn gegn verklýðssamtökunum.
íslenzk burgeisastétt klofnaði í afstöðu sinni til hins nýja valds
í islenzku þjóðlífi: verklýðshreyfingarinnar undir forustu Sósíal-
istaflokksins. Verzlunarauðvaldið og steinrunnið Landsbankavaldið
og með þeim afturhaldsöflin, er réðu Framsóknarflokknum, urðu
andvíg þeirri nýsköpunarstjórn, er verkalýður Islands myndaði
með íslenzkum atvinnurekendum í sjávarútvegi og iðnaði.