Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 67
R É T T U R
179
fátœkra bænda og landbúnaðarverkamanna voru því vart umtals-
verð.
En þessi þróun mála var að vilja og undirlagi sambandsstjórnar-
innar og Þjóðþingsflokksins. Hann vildi ekki afnema stórjarðeig-
endur sem stétt, heldur breyta þeim úr lénsaðli í kapítalíska stór-
bændur, sem yrðu stoð stjórnarinnar í sveitunum. Aukning land-
búnaðarframleiðslunnar átti fyrst og fremst að fara fram á stór-
búunum.
Til marks um þessa stjórnarstefnu er sú staðreynd, að 82%
bænda eiga aðeins 27% af landbúnaðarsvæði landsins, en önnur
2,43% eiga 28%. Það er fyrst og fremst á síðarnefnda svæðinu,
sem aukning búnaðarframleiðslunnar hefur átt sér stað. Tekur land-
búnaðarverkamanna, sem eru 70 millj. að tölu, með framfærðum,
reiknaðar á hvern einstakling, ná ekki helmingi þjóðartekna á
hvern íbúa. Nýjustu rannsóknir sýna, að lífskjör þeirra hafa farið
versnandi.
Efling auðhringanna.
Sterkasta þróunareinkenni síðustu ára hefur verið samþjöppun
auðæfanna á fárra hendur. Yöxtur auðhringa og einokunar hefur
verið samfara iðnaðarþróun Indlands, eins og annars staðar í auð-
valdsþjóðfélagi. Á tímabili 2. áætlunarinnar jókst gróðinn um 68%.
Það er álitið, að 10 stærstu fyrirtækin ráði yfir 67% alls blutafjár.
2 bankar, af 362, ráða yfir 22% allra bankainnstæðna. 2. áætlunin
gerði ráð fyrir 24 þús. millj. rúpía fjárfestingu í einkaframleiðsl-
unni, en hún varð 31 þús. millj.
Efling ríkisframleiðslunnar hefur því á engan hátt haft í för með
sér, að einkaframleiðslan hafi sett ofan. Vissulega hefur ríkisfram-
leiðslan takmarkað að nokkru vaxtarmöguleika auðhringanna, en
þeir eru til staðar og hafa vaxandi áhrif á sambandsstjórnina. Það
er fyrst og fremst þessum áhrifum að kenna að bankakerfið hefur
ekki verið þjóðnýtt, en það þýðir, að ein helzta forsenda áætlunar-
búskapar er ekki fyrir hendi. Af sömu ástæðum hafa óbeinir skattar
farið vaxandi. Auðhringunum hefur tekizt að sveigja stjórnarstefn-
una á mörgum sviðum til hægri, þ. á m. utanríkisstefnuna.
Ekki verður sagt að indverskir auðhringar gangi erinda heims-
valdastefnunnar. Þeir vilja ekki ganga í stríðsbandalög hennar né
framselja atvinnuvegi landsins erlendum auðhringum. Þeir vilja
gera Indland að óháðu auðvaldgríki, Samt sem áður eru þeir aftur-