Réttur


Réttur - 01.06.1962, Page 9

Réttur - 01.06.1962, Page 9
H E T T U K 121 Með því að hafa í frammi slíkar og þvílíkar frumstæðar aðferðir til auðsöfnunar varð March vellríkur maður í lok stríðsins. Hann var og orðinn mikill áhrifamaður, hafði í hendi sinni stjórnartauma í bönkum og iðnaðarsamsteypum og lét að sér kveða í stjórnmálum. Þó hann væri ennþá ólæs fékk hann áheyn hjá Alfons kóngi og var kjörinn á þing. Ilann hafði náð svo góðum árangri í tóbakssmygl- inu að einn forsætisráðherrann afhenti honum tóbakseinkasölu rík- isins — í hreinni örvæntingu! Hann hélt áfram að auka auðæfi sín eftir stríðið, en borgaralega byltingin 1931 tók snögglega fyrir starfsemi hans. Hann var fang- elsaður í júní 1932 fyrir tóbakssmygl. 1 seplember 1933 tókst hon- um að múta fangaverði sínum og strjúka. Hann slapp yfir Pyrenea- fjöllin til Frakklands, dulhúinn sem prestur. Eftir þetta dvaldi hann mörg ár í Frakklandi og Sviss og skipu- lagði gagnbyltingarhreyfingu gegn lýðveldinu. Þegar Primo de Rivera dó misstu afturhaldsöflin leiðtoga sinn. March leitaði að hæíum eftirmanni hans. Hann fann „óþekktan generái“ að nafni Francisco Franco, sem þá var í útlegð á Kanarí- eyjum og ráðgerði vopnaða árás á Spán. Newsweek segir: „Það var einkaflugvél March sem flutti Franco úr útlegðinni til spánska Marocco, til þess að veita forystu uppreisn- inni gegn spánska lýðveldinu 1936. Fyrsta fjármagnið sem Franco fékk — 5 milljónir dollara í hanka í New York — kom frá March. Auðjöfurinn setti öll sín auðæfi í borgarastríðið . . . .“ Þrátt fyrir þetta gátu gagnbyltingaröflin ckki brotið á bak aftur lýðveldið án utanaðkomandi hjálpar. March færði sér í nyt sam- bönd sín í Þýzkalandi og Italíu frá fyrri heimsstyrjöldinni til þess að skipuleggja hernaðarlega innrás. Það er óþarfi að taka það fram, að þetta var gert undir því yfirskini að herjast gegn kommún- ismanum. Tlie Times í London — þetta virðulega málgagn brezkra stór- atvinnurekenda — segir í eftirmælum sínum: „Það er almennt álitið að þessi athyglisverði maður hafi séð um flesta af fyrstu hergagnaskipsförmunum til Majorca og síðan megin- landsins, er Hitler og Mussolini létu Franco í té í borgarastríðinu.“ Lýðveldið tapaði fyrir milljónunum frá March og vopnum og liersveitum frá Hitler-Þýzkalandi og hinni fasísku Italíu. Drepnir voru í þúsundatali verjendur lýðveldisins eða varpað í fangelsi. March dró sig í hlé frá stjórnmálum og tók upp gróðabrallsstarfsemi.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.