Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 55
RÉTTUR
167
lingar 15—16 ára — fjögurra stunda. Það er einnig tekið fram,
að unglingar skuli fyrir styttan vinnudag liafa sama kaup og full-
orðnir (mér er að vísu ekki fyllilega ljóst hvernig það kemur út við
ákvæðisvinnu) og ekki má ráða fólk yngra en 18 ára íil vinnu
neðanjarðar, í námum o. s. frv. Þá eru og ákvæði um það, að ekki
megi ráða konur í ýmsa erfiða vinnu (þ. á m. neðanjarðar). Þeir
sem eru enn við nám (í kvöldskóla, iðnskóla) liafa styttri vinnu-
tíma en aðrir, eins og áður var sagt.
Eftirvinna er aðeins leyfð með samþykki verkalýðsfélagsins og
ekki lengur en fjórar stundir á tveim dögum í röð fyrir hvern verka-
mann, og í allt ekki meir en tíu stundir á mánuði (eflirvinna er,
eins og á íslandi, launuð 1% sinnum betur en dagvinna fyrstu tvo
tímana, eftir það (og á frídögum) — tvöfalt). Leyfi á fullu kaupi
skal aldrei vera styttra en tólf vinnudagar á ári, — það lengist
síðan, m. a. eftir því hve lengi maðurinn hefur unnið. Þeir sem
eru yngri en 18 ára skulu fá minnst mánaðarleyfi og alltaf um
sumartíma. Konur fá fjögurra mánaða leyfi til að ala börn; tólf
vinnudögum er bætt við ef fæðing hefur verið erfið eða tvíburar
skotizt inn í heiminn. Ef þær koma til vinnu að leyfi loknu, vinna
þær ca. klukkutíma skemur framan af; ef þær hefja ekki vinnu
strax að burðarleyfi loknu er fyrirtækinu eða stofnuninni skylt að
lóta starfið bíða þeirra í hólft ár í viðbót.
Þetta er gott, mjög gott.
Almenn þjónusta.
í upphafi þessa máls var tilfærð klausa um hlutverk verkalýðs-
félaga í Sovétríkjunum og ef við rifjum hana upp, kemur fljótlega
í ljós, að enn hefur ekki verið rætt um nándar nærri öll verkefni
samtakanna. Aður en lengra er farið vildi ég rétt aðeins nefna atriði
eins og það, að nú hefur allt eftirlit með öryggi á vinnustað verið
falið verkalýðsfélögunum, að nú hafa verkalýösfélögin úrslita-
atkvæði um það hvort víkja megi manni úr vinnu eða flytja hann
(innan sama fyrirtækis) í aðra vinnu en þá sem hann var upphaf-
lega ráðinn til.
Enn athyglisverðari er sú mikla þjónusta sem verkalýðsfélögin
veila í málum sem ekki koma beinlínis við starfi á vinnustað. Verk-
smiðjan reisir íbúðarhús — verkalýðsfélagið tekur til meðferðar
fyrirliggjandi umsóknir um húsnæði og úthlutar því eftir því hve
barnmargur þú ert eða hve lengi þú hefur unnið hjá fyrirtækinu