Réttur


Réttur - 01.06.1962, Page 74

Réttur - 01.06.1962, Page 74
186 II É T T U It unnar: „Stattu upp, þú getur gengið.“ Maillot vissi hvað hans beið. Hann gekk hægt aftur á bak. Tveir hermenn með vélbyssur gengu á eftir honum. Er hann hafði gengið 10 metra kallaði hann: „Lifi Kommúnistaflokkur Algier!“ Skothríð dundi á fætur hans svo hann féll til jarðar. Hann hélt áfram að kalla, liggjandi á jörðinni, unz hann dó. Hinir þrír fangarnir voru drepnir eins.“ Maillot var einn hinna fáu Evrópumanna, sem lifði, barðist og dó sem Algier-búi. Hann var kommúnisti. En það eru líka til Evrópu- menn, sem börðust heiðarlegri frelsisbaráttu við hlið Serkja, og voru ekki kommúnistar. Thuveny var lögfræðingur, fæddur í Algier og nam þar lög. Hann var fyrsti málflutningsmaðurinn, sem tók að sér vörn fyrir frelsis- sinna Algier. 1950 hafði hann varið Ben Bella. 1954 varði hann fyrstu frelsisstríðsmennina. Hann afhjúpaði brotin á réttarreglunum og pyntingarnar, sem fangarnir voru beittir. Herdómstóllinn hataði hann og hræddist. Yfirvöldin hótuðu honum lífláti. 1956 var hann tekinn fastur, hafður ellefu mánuði í fangabúðum, síðan gerður landrækur. Hann fór ekki til París, heldur til Marokko og hélt þaðan uppi baráttunni fyrir frelsi Algier. Mohammed 5. gerði hann að lögmanni Marokko-ríkis. I des. 1958 kom franska leynilögreglan fyrir sprengivél í bíl hans og myrti hann þannig. Við jarðarförina talaði fulltrúi þjóðfrelsishers Algier. Hann kvað þjóð Algier ætíð myndu minnast slíkra manna sem Thuveny. Algierskir föðurlands- vinir af evrópskum kynstofni væri sú manntegund, er nýlendukúg- ararnir hötuðu mest. Frjáls þjóð Algier mun ei gleyma píslarvottum frelsis síns. En vér Evrópumenn megum muna að enn eru aðferðir Hitlers fram- kvæmdar af fasistum Atlantshafsbandalagsins. Vold franska verkalýðsins. Þegar lögregla de Gaulle hafði drepið átta verkamenn í París í febrúar 1962, er verkamenn mótmæltu fasisma O.A.S., tók um ein milljón Parísarbúa þátt í jarðarför hinna myrtu. Borgaralegur fréttaritari lýsir þessari jarðarför þannig 13. febrúar.: „Það tók meir en klukkutíma fyrir ])á eina, sem báru kransana, að ganga íram hjá ákveðnum stað. Kransarnir virtust koma frá sérhverri verksmiðju, hverjum skóla og spítala í París. Næstum öll líkfylgdin virtust vera verkamenn í verkamannafötum sínum — strætisvagnastjórar, járnhrautarverkamenn, flutningamenn frá grænmetismörkuðunum, hjúkrunarkonur, verkamenn slátur-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.